Starfsemin

Krabbameinsfélag Reykjavíkur, stofnað 8. mars 1949, og Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar, stofnað 10. apríl 1949, sameinuðust í Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins þann 19. mars 2018.

Aðalfundargögn

Aðalfundur 2021

Aðalfundur 2020

Fréttir

18.03.2021: Aðalfundur 2021

Aðalfundur Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins verður haldinn mánudaginn 22. mars. Fundurinn verður í húsakynnum ­félagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð og hefst kl. 20:00. Að loknum hefðbundnum aðal­fundarstörfum flytur dr. Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir erindi um 100 ára sögu geislameðferðar á Íslandi. Að venju verður boðið upp á kaffi­veitingar.

Nýir félagsmenn velkomnir.

29.10.2020: Góð þátttaka í rafrænu málþingi um brjóstakrabbamein

Nú má nálgast upptöku af málþinginu um brjóstakrabbamein á fordæmalausum tímum og glærur fyrirlesara. Við erum afar ánægð með þátttökuna en um þúsund manns fylgdust rafrænt með málþinginu hvaðana af úr heiminum.

26.10.2020: Málþing: Brjóstakrabbamein - fordæmalausir tímar

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein verður þriðjudaginn 27. október 2020 kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Málþinginu verður streymt í streymisveitu Krabbameinsfélagsins og er ekki gert ráð fyrir gestum í hús.


04.06.2020 Aðalfundur Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins

Mynd-af-adalfundi

Aðalfundur Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins var haldinn mánudaginn 18. maí í húsi félagsins að Skógarhlíð 8. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.

Árni einarsson formaður Kh, Anna Sigurborg harðardóttir, Anna Jóhannesdóttir

Á myndinni eru Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins með fráfarandi stjórnarmeðlimum. Fyrir miðju er Anna Sigurborg Harðardóttir fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar á árunum 2010 til 2018 og hefur setið í stjórn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins undanfarin tvö ár. Til hægri er Anna Jóhannesdóttir sem setið hefur í stjórn fra árinu 2017.15.05.2020 Aðalfundur Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins

Aðalfundur Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins verður haldinn mánudaginn 18. maí. Fundurinn verður í húsakynnum ­félagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð og hefst kl. 20:00.

Kaffiveitingar verða að loknum fundi. Nýir félagsmenn velkomnir.


11.02.2020: Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins heimsækir Garðabæ

Stjórn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins ákvað í tilefni sameiningar Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar 2018 og sjötíu ára afmælisársins að heimsækja sveitarfélögin á félagssvæðinu.

Þann 23. janúar sl. fóru stjórnarmenn og framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í heimsókn til Garðabæjar. Þar tóku á móti okkur Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Björg Fenger bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar grunnskólanna og Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Á fundinum voru góðar umræður og kynningar. Mjög áhugavert var að heyra hvernig Garðabær notar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem mikilvægan hluta af stefnumótun sveitarfélagsins. Í framhaldi af fundinum fengum við að halda stjórnarfund félagsins í glæsilegum húsakynnum bæjarstjórnar.

Heimsokn-gardabaer

Á myndinni eru frá vinstri: Magnús Gunnarsson stjórnarmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Björg Fenger bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar grunnskólanna, Hafrún Dóra Júlíusdóttir stjórnarmaður, Þorbjörg Guðmundsdóttir stjórnarmaður, Jón L. Árnason stjórnarmaður, Árni Einarsson formaður stjórnar og Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. 

27.11.2019: Fræðslunámskeið um rafsígarettur

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Fræðsla og forvarnir í samstafi við krabbameinsfélögin á Norður- og Austurlandi stóðu nýlega fyrir fræðslunámskeiði um rafsígarettur á Akureyri. Námskeiðið var fyrir forvarnarfulltrúa framhaldsskóla, starfsfólk skóla, félagsmiðstöðva, heilsugæslustöðva og fleiri sem starfa með börnum og ungmennum. Í fundarsal á Akureyri voru 35 manns og um 15 manns voru með á námskeiðinu gegnum fjarfundabúnað. Góður rómur var gerður að námskeiðinu og þátttakendur voru þakklátir fyrir upplýsingar og staðreyndir til að nota í forvarnastarfi.

Verkefnið er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.

Ak6

10.11.2019: Fjölmennt í kvöldgöngu í skógi

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar buðu til skógargöngu í lok október síðastliðinn. Rúmlega 100 manns söfnuðust saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldársselsveg og þaðan var gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Ýmsar kynjaverur urðu á vegi göngufólks, flestar mjög ljósfælnar, og um skóginn ómuðu mörg hrollvekjandi hljóð. Að göngu lokinni var boðið upp á heitt súkkulaði og kleinur í húsakynnum Þallar. Kærar þakkir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir þetta skemmtilega samstarf.

Skogargangamyndir

24.10.2019: Kvöldganga krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins um skógarstíga Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, verður þriðjudaginn 29. október kl. 19:30

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu þriðjudaginn 29. október kl. 19:30. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldárselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur Anna Borg stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson skógfræðingur vera með leiðsögn um skóginn. Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti í húsakynnum Þallar. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í kvöldgöngu um skóginn. Göngufólk er beðið að vera vel útbúið og taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið. 

Nánari upplýsingar gefur Magnús Gunnarsson í síma 665 8910.

09.10.2019: Hafnarfjörður sóttur heim

Stjórn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins ákvað í tilefni sameiningar Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar 2018 og sjötíu ára afmælisársins að heimsækja sveitarfélögin á félagssvæðinu.

Þann 8. október heimsóttum við Hafnarfjörð heim. Þar tóku á móti okkur bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Fanney D. Halldórsdóttir sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri og Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri.

Hafnarfjörður vinnur mjög markvisst að lýðheilsumálum í sveitarfélaginu og hefur verið til fyrirmyndar í tóbaksforvörnum í grunnskólum bæjarins til fjölda ár. Á fundinum voru góðar umræður og kynningar. Í framhaldi af fundinum fengum við að halda stjórnarfund félagsins í einu húsi byggðasafns bæjarins.

Heimsoknhafn08.10.2019: Ályktun um rafsígarettur, samþykkt á stjórnarfundi Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins 8. október 2019

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins fagnar því að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi óskað eftir úttekt landlæknis á löggjöf og framkvæmd annarra landa varðandi rafsígarettur. Einnig fögnum við nýbirtri ályktun Læknafélags Íslands sem skorar á Alþingi að festa í lög bann við sölu á rafsígarettum og tengdum varningi.

Fleiri og fleiri vísbendingar eru að koma fram um skaðsemi og veikindi eftir notkun á rafsígarettum og tengdum vörum. Umræða hefur aukist um að banna sölu vökva með hvers konar einkennandi bragðtegundum, ekki síst ávaxta- og sælgætisbragði sem ýta undir neyslu, sérstaklega ungs fólks. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur oft undanfarin ár varað við bragðefnunum og lagt á það áherslu að allt verði gert til að koma í veg fyrir „tóbaksfrumraun“ með því að gera vöruna óaðlaðandi og erfitt að nálgast hana (nema fyrir þá sem vilja nota hana til að hætta að reykja). Var efnið hjálplegt?