© Mats Wibe Lund

Borgarfjörður

Krabbameinsfélag Borgarfjarðar var stofnað 14. febrúar 1970 og eru félagsmenn um 230 talsins. Eitt aðalmarkmið félagsins er og hefur verið að styðja við bakið á krabbameinssjúklingum á svæðinu. Formaður félagsins er Anna Dröfn Sigurjónsdóttir. 

Starfsemi 2019

Stjórn félagsins fundaði nokkrum sinnum á árinu formlega og óformlega í gegnum tölvupóst. Einn fulltrúi félagsins þ.e. formaðurinn Sóley Sigurþórsdóttir fór á auka- formannafund, formannafund svo og á aðalfund KÍ í maí.

Ákveðið var að ráðast ekki í fjáröflun þar sem fjárhagsstaða félagsins var í ágætu jafnvægi en reyna frekar að auka félagaaðild. Ekki náðist það markmið en nýir félagar voru aðeins færri en þeir sem hættu í félaginu vegna aldurs.

Auk félagsgjalda hefur félagið nokkrar tekjur at sölu minningakorta og í sumar voru hlauparar sem völdu að heita á félagið í Reykjavíkur maraþoninu í ágúst.

Í byrjun ársins bauð félagið upp á námskeið í Núvitund og slökun. Elín Kristinsdóttir sem menntað hefur sig á þessu sviði tók þetta að sér fyrir hönd félagsins. Þeir sem mættu nutu þess að ræða málin hugleiða það sem Elín hafði fram að færa en því miður var ekki góð mæting á þetta námskeið.

Að öðru leiti var starfið hefðbundið enda er megin tilgangur félagsins er sem fyrr að styðja við bakið á krabbameinssjúklingum á svæðinu veitta styrki og greiða fyrri húsaleigu. Öll stjórnin var virk í þessum hluta starfseminnar en óvenju margir á okkar svæði veiktust á árinu.

Aðalfundur var haldin í byrjun nóvember. Frekar góð mæting var á fundinn og góðar umræður urðu um fræðsluerindin frá KÍ. Þemað var karlar og krabbamein Jóhanna E Torfadóttir fjallaði um Mataræði og lífsstíll en Ásgeir R. Helgason kom víða við í umfjöllunum sinni um karla og krabbamein.

Stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa og fengu stuðnings fundarins til þess.

Sóley Björk Sigurþórsdóttir,

Formaður Krabbameinsfélags Borgarfjarðar

Starfsemi 2018

Stjórn félagsins fundaði nokkrum sinnum á árinu formlega og óformlega í gegnum tölvupóst. Einn fulltrúi félagsins þ.e. formaðurinn Sóley Sigurþórsdóttir fór á aukaformannafund, formannafund svo og á aðalfund KÍ í maí.

Ákveðið var að ráðast ekki í fjáröflun þar sem fjárhagsstaða félagsins var í ágætu jafnvægi en reyna frekar að auka félagaaðild. Ekki náðist það markmið en nýir félagar voru aðeins færri en þeir sem hættu í félaginu vegna aldurs.

Auk félagsgjalda hefur félagið nokkrar tekjur at sölu minningakorta og í sumar voru hlauparar sem völdu að heita á félagið í Reykjavíkur maraþoninu í ágúst.

Í byrjun ársins bauð félagið upp á námskeið í Núvitund og slökun. Elín Kristinsdóttir sem menntað hefur sig á þessu sviði tók þetta að sér fyrir hönd félagsins. Þeir sem mættu nutu þess að ræða málin hugleiða það sem Elín hafði fram að færa en því miður var ekki góð mæting á þetta námskeið.

Að öðru leyti var starfið hefðbundið enda er megin tilgangur félagsins er sem fyrr að styðja við bakið á krabbameinssjúklingum á svæðinu veita styrki og greiða fyrir húsaleigu. Öll stjórnin var virk í þessum hluta starfseminnar en óvenju margir á okkar svæði veiktust á árinu.

Aðalfundur var haldin í byrjun nóvember. Frekar góð mæting var á fundinn og góðar umræður urðu um fræðsluerindin frá KÍ. Þemað var karlar og krabbamein Jóhanna E Torfadóttir fjallaði um Mataræði og lífsstíll en Ásgeir R. Helgason kom víða við í umfjöllunum sinni um karla og krabbamein.

Stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa og fengu stuðnings fundarins til þess.

Sóley Björk Sigurþórsdóttir, formaður


Var efnið hjálplegt?