Reynslusögur – fylgist með
Í Bleiku slaufunni gefum við þeim orðið sem reynsluna hafa. Eins og undanfarin ár munum við birta nokkrar reynslusögur á meðan á átakinu stendur.
Áhersla Bleiku slaufunnar í ár er á ólæknandi krabbamein, en það þýðir að meinið er til staðar, er ólæknandi, en því er haldið í skefjum með lyfjagjöf og öðrum meðferðum. Við leggjum áherslu á að gefa þeim orðið sem reynsluna hafa og í ár tókum við viðtal við átta konur sem deila sínum sögum með okkur af hugrekki og einlægni.
Hver saga er einstök, en saman gefa þær okkur dýrmæta innsýn inn í reynsluheim þeirra sem lifa með krabbameini. Sögurnar munu birtast hver á fætur annarri á meðan á átakinu stendur. Hægt verður að nálgast þær allar hér.