© Mats Wibe Lund

Austur-Húnavatnssýsla

Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 og eru félagsmenn 210 talsins. Á hverju ári veitir félagið styrki til að létta undir með þeim sem greinst hafa með krabbamein. Formaður stjórnar félagsins er Sveinfríður Sigurpálsdóttir.

Starfsemi 2019-2020

Stjórnin hélt fáa fundi á starfsárinu vegna ýmissa aðstæðna og s.s. vegna covidveiru í samfélaginu en hafði upplýsingasamskipti með tölvupóstum sín á milli. Sent var af stjórnarkonum pistill á Húnahornið um " Viltu gerast félagi í Krabb-A-Hún og af hverju? fyrir aðalfundinn 2019 sem var haldinn 7. maí og með hefðbundu sniði ársskýrslu, reikninga og kosningum. Farið var yfir reikningana sem urðu til vegna afmælisins í mars 2019. Voru þeir nokkuð háir sem vitað var um fyrir afmælið. Boð frá KÍ kom í janúar 2020 að sækja ætti um í Velunnarasjóð KÍ og gripum við það tækifæri að sækja um styrk úr sjóðnum vegna afmælisins. Var það gert með dyggum stuðningi gjaldkera félagsins.

Veittir voru nafnlausir styrkir viðkomandi við krabbameinsmeðferðir innanlands t.d. fyrir námskeið og líka legudaga í nýju sjúkrahóteli LSH. Í október í bleika mánuðinum var HSN Blönduósi, Blönduósskirkja, Skagastrandarkirkja og Bólstaðarkirkja lýst upp í bleiku og gert til að minna á átak KÍ um krabbamein í konum. Komu þessar lýsingar vel út í skammdeginu. Formaður sat mjög fróðlegan formannafund KÍ sem haldinn var 20. sept. og að þessu sinni hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis á Akureyri. Var formaður ásamt öðrum valin þar sem fundarritari og fundargerð send út í tölvupósti. KÍ bað um aðstoð við að dreifa fjölda af nýju riti félagsins að nafni Nýjar leiðir-Nýjar áskoranir um héraðið sem var gert að hluta til en vegna Covid aðstæðna er þeirri dreifingu brátt lokið.

Stjórnin minnir á sölu minningarkorta félagsins sem ávalt fást hjá formanni, hjá Lyfju á Blönduósi og Skagaströnd og hægt er að kaupa þau á vefnum www. krabb.is og leita þeirra undir nafni Krabbameinsfélags Austur-Húnavatnssýslu. Eins er á þessum vef líka hægt að gerast félagi og velunnari okkar félags sem ekki veitir af til að félagið aðstoði áfram sem endranær þá sem kljást við veikindi vegna krabbameins og til að styrkja nærsamfélagið í héraðinu.

Sveinfríður Sigurpálsdóttir, formaður


Starfsemi 2018-2019

Stjórnin hélt marga fundi á starfsárinu og hafði auk þess óformlega fundi með tölvupósti. Er leið á sumarið kom í ljós að KÍ ætlaði ekki að útvega hluti til sölu að hausti. Ástæðan var sú að mjög mörg aðildarfélög eru hætt að selja hluti á haustin og er það leitt fyrir minni félög. En félagið átti nokkuð af óseldum hlutum svo að hefðbundin sala fór fram.

Aðalfundur 2018 var haldinn 2. maí sem var með seinna móti og ekki var ráðist í að fá fyrirlesara að þessu sinni en ákveðið að stjórnin einbeitti sér að því að hefja undirbúning að 50 ára afmælinu.

Krabbameinsfélagið í Austur-Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 af miklum myndarskap fyrstu stjórnar þess og félaga á stofnfundi. Ákveðið var vegna mjög margra annarra viðburða í héraðinu að færa afmælið til 3. mars á þessu ári. Stjórn skipti með sér verkum og send voru út boðskort til fyrrverandi formanna og til eins úr fyrstu stjórninni. Einnig fóru beiðnir um styrki vegna þessa stórafmælis til fjölmargra fyrirtækja í héraði og út fyrir það. Mörg fyrirtæki veittu styrki sem félagið er afar þakklátt fyrir. Afmælið var síðan haldið í Félagsheimilinu Blönduósi þar sem það var stofnað og mættu yfir hundrað manns. Flutt var upprifjun um sögu félagsins, erindi frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis af framkvæmdastjóra þess og frá Krabbameinsfélagi Íslands einnig af framkvæmdastjóra þess, mörg tónlistaratriði voru flutt og loks viðamikið veislukaffi að lokum. Pistill um sögu félagsins var sendur í Húnavökuritið hér í héraði. Þó nokkrir gengu í félagið í afmælisveislunni eða síðar.

Veittir voru árlega styrkir vegna dvalar við krabbameinsmeðferðar bæði innanlands og erlendis. Í október s.l. var HSN Blönduósi og 2 kirkjur í héraðinu lýstar upp í bleiku til að minna á átak KÍ um krabbamein í konum. Strandarklúbbur 6 kvenna frá Skagaströnd hlaut verðlaun í Bleika mánuðinum frá KÍ.

Einnig að vetri færðum við HSN Blönduósi að gjöf Talley loftdýnu í sjúkrarúm að verðmæti 250.000 kr. eftir afslátt frá fyrirtækinu. Fór dýnan strax í notkun.

Formaður sat líka auka aðalfund og formannafund KÍ í Reykjavík.

Sveinfríður Sigurpálsdóttir, formaður.


Var efnið hjálplegt?