Beint í efni
Bleikur himinn, þrjár konur, náttúran og bleikar heyrúllan

Hvað get ég gert til að vera til staðar?

Hvað get ég gert til að vera til staðar?

Það er hægt að leggja lið á ýmsa vegu. Hafðu frumkvæðið, því mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Þú getur spurt hvað henti vel eða komið með beinar uppástungur. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta vita að boðið standi samt áfram.

Dæmi um liðsinni sem gæti komið sér vel:

  • Aðstoð við heimilisstörf, verslunarferðir, garðvinnu, gæludýr, viðhald bíla o.fl.
  • Að koma með mat og jafnvel þannig að hægt sé að eiga í frysti.
  • Akstur og/eða fylgd í læknaviðtöl, meðferðir og þess háttar.
  • Aðstoð með börn, t.d. rólóferðir, skutl og sækingar, boðið í heimsókn.
  • Að þú sért til staðar fyrir spjall og hlustun: Nærvera, símtöl, tölvupóstar.
  • Að þú stingir upp á og bjóðir til upplyftingar, t.d. tónleikar, gönguferðir, spil, ökuferðir.

Þó að meðferð sé lokið getur af ýmsum ástæðum verið þörf fyrir aðstoð mun lengur.

Verum áfram til staðar.