Vísinda­sjóður Krabba­meins­félags Íslands

Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.

Vísindasjóðurinn var stofnaður 16. desember 2015 af Krabbameinsfélagi Íslands,  aðildarfélögum þess og stuðningshópum. Jafnframt runnu Minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson og sjóður Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna, inn Vísindasjóðinn. Stofnfé sjóðsins voru rúmar 250 milljónir króna. 

Búið er að úthluta úr sjóðnum í tvígang. Veittir hafa verið 24 styrkir og alls 98 milljónum úthlutað. Sjóðurinn er fjármagnaður með styrkjum og gjöfum frá almenningi og fyrirtækjum.

Umsóknir um styrki

Umsóknarfrestur fyrir styrki úr sjóðnum árið 2019 rann út 4. mars 2019. Næst verður opnað fyrir umsóknir í sjóðinn í febrúar 2020. Leiðbeiningar gerðar í febrúar 2019: Fylla skal út styrkumsóknir, framvinduskýrslur og lokaskýrslur á viðeigandi eyðublöðum sem finna má sem Word-skjöl hér að neðan og skulu vistuð sem PDF-skjöl hjá hverjum og einum umsækjanda. Þau sendist síðan rafrænt til: visindasjodur@krabb.is. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel tilgang og úthlutunarreglur Vísindasjóðs.

Sjá auglýsingu fyrir styrkumsóknir árið 2019 hér .

Eyðublöð:

Úthlutunarreglur og starfsreglur Vísindasjóðs:

Styrkir 2017-2019

Styrkveitingar 2019

Föstudaginn 10. maí 2019 var úthlutað í þriðja sinn úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands. Heildarupphæð styrkja var 60,3 milljónir króna og voru 12 verkefni styrkt. Þar af voru sex verkefni að hljóta styrk í fyrsta sinn, þrjú verkefni hlutu styrk úr sjóðnum í annað sinn og þrjú verkefni hlutu styrk úr sjóðnum í fyrsta sinn. Upplýsingar um styrki 2019 og lýsingar á rannsóknum er að finna hér.

Styrkveitingar 2018

Fimmtudaginn 17. maí 2018 var úthlutað í annað sinn úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands. Heildarupphæð styrkja var 55,5 milljónir króna og voru 13 verkefni styrkt. Upplýsingar um styrki 2018 og lýsingar á rannsóknum er að finna hér.

Styrkveitingar 2017

Laugardaginn 6. maí 2017 var úthlutað í fyrsta sinn úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands. Heildarupphæð styrkja var 42,6 milljónir króna og voru 11 verkefni styrkt. Upplýsingar um styrki 2017, lýsingar á rannsóknum og viðtöl við styrkhafa er að finna hér. 

Stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands

Aðalmenn:

 • Sigríður Gunnarsdóttir, formaður, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala
 • Magnús Karl Magnússon, varaformaður, professor við Háskóla Íslands
 • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fv. forstjóri Actavis
 • Hermann Eyjólfsson, fjármálaráðgjafi
 • Magnús Pétursson, fv. ríkissáttasemjari
 • Sigurður B. Stefánsson, fv. framkvæmdastjóri VÍB hf.
 • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Vísindaráð Krabbameinsfélags Íslands  

 • Eiríkur Steingrímsson, formaður, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands
 • Arna Hauksdóttir prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands
 • Erla Kolbrún Svavarsdóttir prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
 • Heiðdís Valdimarsdóttir sálfræðingur og prófessor við Háskólann í Reykjavík
 • Hrönn Harðardóttir lyf- og lungnalæknir við Landspítala
 • Sigurður Guðjónsson þvagfæraskurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands
 • Sigurður Yngvi Kristinsson læknir og prófessor í blóðsjúkdómafræði við Háskóla Íslands
 • Valborg Guðmundsdóttir doktor í kerfislíffræði og nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands
 • Vilmundur Guðnason læknir, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar

Ársreikningur og skýrsla formanns