Rannsóknir

Rannsóknir sem sjóðurinn styrkir

Á fimm árum hefur Vísindasjóðurinn veitt 58 styrki, alls 316 milljónir króna, til 37 rannsókna. Styrkir ársins voru veittir 28. maí 2021. Hér má lesa um allar rannsóknirnar sem hlotið hafa styrki.

Mun hjálpa við að velja réttu sjúklingana til meðferðar

Sigurður Yngvi Kristinsson og Jón Þórir Óskarsson skoða þróun mergæxla úr þekktu forstigi yfir í sjúkdóm með erfið einkenni og lífshættu.

Lesa meira

Eitt af helstu einkennum krabbameina er óstöðugt erfðaefni

Stefán Sigurðsson rannsakar stöðugleika erfðaefnisins.

Lesa meira

Markmiðið að koma í veg fyrir meinvarpsmyndun

Guðrún Valdimarsdóttir rannsakar meinvarpsmyndun brjóstakrabbameins.

Lesa meira

Hvers vegna drepa ónæmisfrumur ekki allar krabbameinsfrumur?

Berglind Ósk Einarsdóttir rannsakar hvernig sortuæxlisfrumur komast hjá því að vera drepnar af ónæmiskerfinu.

Lesa meira

Skoðar sameind fyrir sameind með háþróuðum aðferðum

Pétur Orri Heiðarsson rannsakar ferla sem leiða til krabbameins.

Lesa meira

Gagnist heilbrigðisyfirvöldum og konum á Íslandi

Laufey Tryggvadóttir og Álfheiður Haraldsdóttir bera saman gæði skimunar fyrir brjóstakrabbameini eftir aldri kvenna.

Lesa meira

Bætt heilsa og lífsgæði í kjölfar meðferðar

George Kararigas rannsakar leið til að vinna gegn skaðlegum áhrifum krabbameinslyfja á hjartað.

Lesa meira

Aðferð til að rækta krabbameinsfrumur úr fólki

Bylgja Hilmarsdóttir þróar aðferð til að rækta briskrabbameinsfrumur við aðstæður sem líkjast því sem gerist í líkamanum.

Lesa meira

Vísindin eru skapandi listform

Margrét Helga Ögmundsdóttir og Valgerður Jakobína Hjaltalín rannsaka ferli í frumum sem ver okkur fyrir krabbameinum en, ef æxli nær að myndast, hjálpar því að lifa af.

Lesa meira

Sjaldgæfir sjúkdómar lítið rannsakaðir

Erna Magnúsdóttir rannsakar hvernig ónæmisfrumur fara út af sporinu og breytast í Waldenströmsæxli. 

Lesa meira

Áhrif próteinmagns á hegðun fruma

Gunnhildur Ásta Traustadóttir og samstarfsmenn rannsaka hlutverk próteinsins peroxidasin í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli.

Lesa meira

Hefur skimun áhrif á andlega heilsu?

Andri Steinþór Björnsson og Inga Wessman rannsaka áhrif skimunar og greiningar á forstigi mergæxlis á andlega heilsu 80 þúsund Íslendinga.

Lesa meira

Þakklát þeim mönnum sem taka þátt

Birna Baldursdóttir og samstarfsmenn rannsaka hvort notkun vefsíðu sem hjálpar karlmönnum að taka upplýsta ákvörðun um meðferðarleið við staðbundu krabbameini í blöðruhálskirtli auki ánægju með valið.

Lesa meira

Kæling gæti breytt svörun við lyfja­meðferð

Hans Tómas og Salvör Rafnsdóttir rannsaka kæliferil í krabbameinsfrumum sem vonast er til að geti leitt til nýrra meðferða og dregið úr aukaverkunum meðferða.

Lesa meira

Hálfgerð njósnastarfsemi að rannsaka hlutverk gensins

Inga Reynisdóttir rannsakar hlutverk VMP1 gensins í brjóstaæxlismyndun og telur það vera fyrsta skref í átt að frekari meðferðarúrræðum.

Lesa meira

Hægt að laga sérhæfð vandamál

Ragnar Bjarnason og Vigdís Hrönn Viggósdóttir rannsaka síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku og einbeita sér meðal annars að hjartaheilsu og lífsgæðum.

Lesa meira

Skráning tryggir árangur

Sigurður Guðjónsson og Oddur Björnsson rannsaka faraldsfræði, greiningu, meðferð og afdrif sjúklinga með þvagvegakrabbamein á Íslandi.

Lesa meira

Ljósa­með­ferð fyrir heilsu og líðan

Þórhildur Halldórsdóttir rannsakar hvort ljósameðferð geti dregið úr líffræðilegri öldrun hjá konum eftir brjóstakrabbameinsmeðferð.

Lesa meira

Frjó­semis­vernd­andi lyf myndu draga úr álagi og inn­gripum

Bríet Bjarkadóttir doktorsnemi í Oxford vinnur að rannsókn sem gæti lagt grunn að þróun frjósemisverndandi lyfja sem hægt væri að gefa stúlkum og konum samhliða krabbameinslyfjameðferð.

Lesa meira

Tæknin nýtt til að auka þátttöku í skimun

Ágúst Ingi Ágústsson og Linda Karlsdóttir könnuðu áhrif SMS áminninga á þátttöku í leghálsskimun.

Lesa meira

Málmsambönd til þróunar á krabbameinslyfjum

Helga M. Ögmundsdóttir rannsakar virkni málmsambanda gegn krabbameinsfrumum.

Lesa meira

Sértæk meðferð gæti gagnast fleirum

Stefán Sigurðsson rannsakar þátt ættlægra DNA breytinga á sjúkdómsframvindu hjá konum með eggjastokkakrabbamein. 

Lesa meira

Gæti haft áhrif á erfðaráðgjöf

Rósa Björk Barkardóttir rannsakar breytingu í BRCA1 geninu sem gæti haft áhrif á meðferðarmöguleika.

Lesa meira

Vill fyrirbyggja myndun meinvarpa

Guðrún Valdimarsdóttir rannsakar samskipti brjóstakrabbameinsfruma við umhverfið, sem gæti haft áhrif á meðferðarmöguleika.

Lesa meira

Bætt meðferð að leiðarljósi

Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakar gen sem hefur áhrif á hvort krabbameinsfrumur lifi eða deyji. 

Lesa meira

Krabba­meins­frumur feli sig fyrir ónæmis­kerfinu

Erna Magnúsdóttir rannsakar ferla sem auka skilvirkni ónæmiskerfisins í að drepa æxlisfrumur.

Lesa meira

Verkefnið valdið vitundar­vakningu á Barna­spítalanum

Valtýr Stefánsson Thors vill koma í veg fyrir vandamál tengd miðlægum bláæðaleggjum hjá krabbameinsveikum börnum.

Lesa meira

Kynlíf og nánd eftir greiningu krabba­meins

Erla Kolbrún Svavarsdóttir og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir þróa meðferð fyrir konur með krabbamein og maka og meta áhrif á aðlögun tengda kynlífi og nánd.

Lesa meira

Leitin að lækningu á krabbameini í líkamanum sjálfum

Berglind Eva Benediktsdóttir lyfjafræðingur vinnur að því að breyta brjóstaþekjufrumum þannig að þær sendi boð um að eyða skuli brjóstakrabbameinsfrumum án þess að hafa áhrif á heilbrigðar frumur.

Lesa meira

Leiðir til að hefta skrið æxlisfruma

Þórarinn Guðjónsson frumulíffræðingur rannsakar skrið æxlisfruma frá upprunastað til annarra líffæra.

Lesa meira

Sjónum beint að ólíkum batahorfum

Þorkell Guðjónsson sameindalíffræðingur leitar svara við því hvers vegna sumar konur með östrógen-viðtaka jákvætt brjóstakrabbamein svara meðferð verr en aðrar.

Lesa meira

Grunnur að framsýnni skráningu

Ásgeir Thoroddsen kortleggur leghálskrabbamein á síðustu áratugum á Íslandi. 

Lesa meira

Ummyndunaráhrif HER2 í krabbameinum

Sævar Ingþórsson frumulíffræðingur rannsakar hvernig HER2 hefur áhrif á líffræði og hegðun krabbameinsvaxtar.

Lesa meira

Rannsókn á erfðum brjósta­krabbameins

Aðalgeir Arason leitar að erfðabreytileikum með fjölgenaáhrif á myndun brjóstakrabbameins.

Lesa meira

Viðgerðar­genið BRCA2

Stefán Sigurðsson sameinda­líf­fræðingur rannsakar áhrif stökk­breytinga í BRCA2 á vefja­sértækni og þróun krabba­meina.

Lesa meira

Aukinn skilningur grundvöllur framþróunar

Gunnhildur Ásta Traustadóttir rannsakar hlutverk stofnfrumupróteinsins DLK1 í brjóstakrabbameinum.

Lesa meira

Geta erfðavísar spáð fyrir um framgang brjóstakrabbameins?

Inga Reynisdóttir rannsakar hvort erfðavísar tengist klínískum eða vefjameinafræðilegum þáttum.

Lesa meira