Bætt meðferð að leiðarljósi

Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakar gen sem hefur áhrif á hvort krabbameinsfrumur lifi eða deyji. 

Krabbameinsfrumur hafa óreglulega stjórnun á niðurbroti og hreinsun (sjálfsáti). Hreinsunarferlið er talið vernda gegn krabbameinsmyndun en síðar er ferlið mikilvægt krabbameinsfrumum til þess að lifa af erfiðar aðstæður. Verkefnið gengur út á að skilgreina hlutverk nauðsynlega sjálfsátsgensins ATG7 í krabbameinum, með það að markmiði að bæta greiningar- og meðferðarmöguleika.

Markmið okkar er að varpa ljósi á hlutverk hreinsunar og niðurbrots í krabbameinsfrumum. Við höfum það að leiðarljósi að þekkingin nýtist til þess að bæta meðferðarmöguleika og erum við gríðarlega þakklát að hljóta styrk Vísindasjóðsins til verkefnisins.“

Verkefni Margrétar, Hlutverk sjálfsátsgensins ATG7 í þróun krabbameina, hlaut 5 milljón kr. styrk árið 2019 og 7,5 milljón kr. styrki árin 2017 og 2018 úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins. Styrkurinn var nýttur fyrir laun nýdoktors og doktorsnema.

MYND/Kristinn Ingvarsson