Leiðir til að hefta skrið æxlisfruma

Þórarinn Guðjónsson frumulíffræðingur rannsakar skrið æxlisfruma frá upprunastað til annarra líffæra.

Illkynja æxlisvöxtur í brjóstkirtli felur í sér að æxlisfrumur þurfa að skríða frá upprunastað sínum og meinvarpast til annara líffæra. Til þess að þetta geti gerst verða æxlisfrumurnar að umbreyta svipgerð sinni á þann hátt að þær öðlist aukinn skriðeiginleika. 

Í þessu verkefni er verið að rannsaka hvernig RNA-sameindir stýra skriðeiginleikum fruma. Verkefnið mun auka skilning á því hvernig samspil próteina og ncRNA hefur áhrif á skrið fruma í þroskun og krabbameinsmyndun.

Þórarinn Guðjónsson frumulíffræðingur og prófessor hlaut 5,6 milljón kr. styrk árið 2018 og 4,6 milljón kr. styrk árið 2017 fyrir verkefnið Hlutverk non-coding RNAs í greinóttri formgerð og bandvefs­umbreytingu þekjuvefjar í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli.

Hér má sjá Þórarinn lýsa verkefninu í tengslum við úthlutun úr Vísindasjóðnum árið 2017:

https://youtu.be/R62y7QtfJ2c

MYND/Kristinn Ingvarsson