Eitt af helstu einkennum krabbameina er óstöðugt erfðaefni

Stefán Sigurðsson rannsakar stöðugleika erfðaefnisins.

Árlega greinast tæplega 50 einstaklingar á Íslandi með sortuæxli og um 11 látast að meðaltali á ári úr sjúkdómnum. Sortuæxli er alvarlegasta gerð húðkrabbameina og verður þegar litfrumur, sem oft kallast sortufrumur, breytast í krabbameinsfrumur.

Stefán Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, fer fyrir hópi sem rannsakar MITF próteinið, sem er mjög mikilvægt í myndun sortuæxla. MITF próteinið er mikilvægt fyrir þroskun litfrumna en er líka mikilvægt í framgöngu sortuæxla.

 

Rannsókn okkar mun auka skilning okkar á því hvert hlutverk MITF er í að viðhalda stöðugleika erfðaefnisins, en eitt af helstu einkennum krabbameina er óstöðugt erfðaefni. Með aukinni þekkingu á þeim grunnferlum og þeim þáttum sem viðhalda stöðugleika erfðaefnisins aukast möguleikar okkar á að þróa betri og sértækari meðferðarúrræði,“

segir Stefán og bætir við að vegna hlutverka MITF í sortuæxlum er líklegast að þessi aukna þekking gagnist best þar.

Verkefnið Hlutverk MITF í að viðhalda stöðugleika erfðaefnisins hlaut 10 milljón kr. styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2021.