Hvernig er hægt að minnka líkur á krabbameinum?
Taktu prófið
Allir geta fengið krabbamein.
En er eitthvað hægt að gera til að draga úr líkunum?
Kannaðu þekkingu þína - sumt gæti komið á óvart!
Allir geta fengið krabbamein.
En er eitthvað hægt að gera til að draga úr líkunum?
Kannaðu þekkingu þína - sumt gæti komið á óvart!
Rétta svarið er: "Rangt"
Hver og einn getur gert ýmislegt til að draga úr líkum á krabbameinum.
Áætlað er að hægt sé að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum með ákveðnum lífsháttum.
Rétta svarið er: "Rangt"
Kaffidrykkja tengist ekki auknum líkum á krabbameinum.
Rétta svarið er: "Rétt"
Mikil neysla á unnum kjötvörum (t.d. pepperóní, skinku, pylsum, beikoni, saltkjöti, hangikjöti, kjötfarsi o.fl.) eykur líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi.
Því er ráðlegt að takmarka neyslu á þessum vörum.
Rétta svarið er: "Rétt"
Regluleg hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum, m.a. í ristli, brjóstum og legbol. Hún spornar líka gegn þyngdaraukningu.
Viðmiðið er að hreyfa sig rösklega að minnsta kosti hálftíma á dag.
5Það hefur lítið upp á sig að hætta að reykja eða nota tóbak ef maður er einu sinni byrjaður.
Rétta svarið er: "Rangt"
Á heimsvísu eru reykingar og tóbaksnotkun helsta orsök krabbameina.
Alltaf er heilsufarslegur ávinningur af því að hætta reykingum og tóbaknotkun, sama á hvaða aldri viðkomandi er eða hve lengi hann hefur reykt eða notað tóbak.
Rétta svarið er: "Rangt"
Neysla áfengis eykur líkur á krabbameinum.
Því minna magn og því sjaldnar, því betra. Allra best er að sleppa alveg að drekka áfengi.
Rétta svarið er: "Rangt"
Ríkuleg neysla á grænmeti, ávöxtum, heilkornavörum, baunum og fleiri óunnum og náttúrulega næringarríkum fæðutegundum úr jurtaríkinu dregur úr hættu á krabbameini.
Margir Íslendingar mættu auka neysluna á þessum vörum verulega.
Rétta svarið er: "Rangt"
Ekki hefur verið sýnt fram á að stress eða streita ein og sér sé beinn orsakavaldur krabbameina.
Hinsvegar sýna rannsóknir að mikið eða langvarandi streituálag getur haft áhrif á lífshætti, t.d. er fólk þá líklegra til að hreyfa sig lítið, borða óhollt og drekka áfengi, sem allt eru þættir sem tengjast auknum líkum á krabbameinum.
Rétta svarið er: "Rangt"
Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að sætuefni auki hættu á krabbameinum.
Þó má telja skynsamlegt að stilla neyslu á sætum matvörum í hóf, sama hvort sætan komi úr sykri eða sætuefnum.
Rétta svarið er: "Rangt"
Mikil neysla á rauðu kjöti (nauta-, kinda-, svína-, hrossakjöt) eykur líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi.
Ráðlagt er að borða ekki meira en 350-500 grömm af rauðu kjöti á viku.
Rétta svarið er: "Rangt"
Bæði á Íslandi og erlendis ætti að huga vel að sólarvörnum, sólbruni eykur líkur á húðkrabbameinum. Börn ætti að verja sérstaklega vel þar sem húð þeirra er viðkvæmari en þeirra sem fullorðnir eru.
Hérlendis þarf að huga að sólarvörnum frá miðjum apríl og út september. Sólargeislar eru sterkastir í kringum hádegi og geta borist gegnum ský og endurkastast frá vatni , sandi og snjó.
Rétta svarið er: "Rangt"
Vísbendingar eru um að fiskneysla dragi úr líkum á nokkrum gerðum krabbameina.
Þó ætti að takmarka neyslu á mikið söltuðum fiski og unnum fiskvörum.