© Mats Wibe Lund

Suður-Þingeyingar

Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga var stofnað 22. ágúst 1968 og eru félagsmenn 345 talsins. Markmið Krabbamensfélags Suður-Þingeyinga er að styrkja málefni sem tengjast heilsu og forvörnum gegn krabbameini, ásamt því að styrkja einstaklinga í Suður-Þingeyjarsýslu sem greinst hafa með krabbamein, með ýmsum hætti. Stuðningshópur félagsins heitir Birta og formaður félagsins er Jóhanna Björnsdóttir. 

Starfsemi 2018

Krabbameinsfélag Suður Þingeyinga er að styrkja málefni sem tengjast heilsu og forvörnum gegn krabbameini ásamt því að styrkja einstaklinga á svæði félagsins sem greinst hafa með krabbamein með ýmsum hætti. Félagið styrkir aðila sem þurfa að dvelja í Reykjavík í lengri eða skemmri tíma vegna krabbameinsmeðferðar með greiðslu á gistikostnaði. Félagið stendur fyrir sölu á minningarkortum og fer ágóðinn af sölunni óskiptur til Krabbameinsfélags Suður-Þingeyinga.

Fyrirtæki og einstaklingar á svæði Krabbameinsfélags Suður Þingeyinga styrkja félagið myndarlega ár hvert. Félagið hefur gefið fé til Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík til kaupa á ýmsum búnaði til sjúkradeildarinnar sem nýtist krabbameinsveikum og öðrum sjúkum á stofnuninni.

Starfsemi félagsins hefur verið með minnsta móti árið 2018 af ýmsum ástæðum, en stjórnin er í góðu sambandi á veraldarvefnum.

Jóhanna Björnsdóttir


Var efnið hjálplegt?