© Mats Wibe Lund

Suðausturland

Krabbameinsfélag Suðurausturlands var stofnað 21. apríl 1970 og endurvakið 1. október 2002. Félagsmenn eru um 150 talsins. Félagið styrkir einstaklinga sem dvelja þurfa langdvalar í Reykjavík vegna krabbameinsmeðferðar. Formaður félagsins er Snæfríður Svavarsdóttir. 

Starfsemin 2018-2019

Félagið styrkir einstaklinga sem dvelja þurfa langdvölum í Reykjavík vegna krabbameinsmeðferðar.

Aðalfundur var haldinn þann 20. apríl 2018. Þórhildur Kristjánsdóttir hætti í stjórn og sæti hennar tók undirrituð. Þórhildi er þakkað gott samstarf árin á undan.

Bleikur október

Sunnudaginn 7. október var bleik helgistund í Hafnarkirkju þangað sem gestir mættu í bleiku. Sr. María Rut Baldursdóttir var prestur í messunni. Formaður félagsins kynnti starfsemi Krabbameinsfélagsins, bæði Íslands og Suðausturlands. Að stund lokinni bauð Pakkhúsið upp á súpu og brauð. Frjáls framlög bárust félaginu að athöfn lokinni.

Fræðslukvöld var haldið fimmtudagskvöldið 27. október í sal Ekru. Arnar Hauksson dr. med. var með fræðslu um kvenheilsu og krabbamein og var að venju góð mæting og þátttaka kvenna hér á svæðinu. Sr. María kom og spilaði á fiðluna sína og söng fyrir gestina.

Mottumars

Þriðjudaginn 19. mars stóð félagið hér fyrir vel heppnuðu fræðslukvöldi í sal Ekru. Jóhann Johnsen læknir var með fræðsluerindi fyrir karla var vel mætt. Karlakórinn Jökull tók lagið fyrir gesti.

Fræðsla og fleira

Góð mæting er á fræðslufundi sem félagið stendur fyrir og ávallt vel tekið á móti okkar fólki þegar fjáraflanir eru í gangi. Fyrirtæki og einstaklingar standa einnig þétt við bakið á félaginu með fjárstuðningi og styrkveitingum. 

Gott samstarf er á milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Hornafirði og félagsins með áherslu á forvarnir og fræðslu. Veittir hafa verið styrkir til einstaklinga. Greiðir félagið jafnframt leiguhluta einstaklinga í krabbameinsmeðferð, hvort sem dvalið er í íbúðum Krabbameinsfélagsins eða gist á Sjúkrahótelinu meðferðardagana. Krabbameinsfélag Suðausturlands er með eigin minningarkort.

Snæfríður Svavarsdóttir, formaður 


Var efnið hjálplegt?