Styrktaraðilar
Eitt markmiða Styrkleikanna er að safna fé fyrir krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf fyrir þá sem þurfa stuðning.
Relay for Life eða Styrkleikarnir eins og þeir kallast á Íslandi er viðburður sem sameinar fólk um allan heim í baráttunni gegn krabbameinum. Relay for Life er nú haldið í 30 löndum en hófst í Bandaríkjunum árið 1985. Á Styrkleikunum finnum við hve mikilvægt okkar nærsamfélag er fyrir okkur öll sem tökumst á við krabbamein, erum aðstandendur eða heilbrigðisstarfsfólk. Eitt markmiða Styrkleikanna er að safna fé fyrir krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf fyrir þá sem þurfa stuðning. Sjálfboðaliðar sjá um skipulag viðburðarins en við þurfum á stuðningi styrktaraðila að halda til að halda viðburðinn.
Stuðningurinn getur verið fólginn í: beinu fjárframlagi, ókeypis vörum og/eða endurgjaldslausri þjónustu.
Viltu gerast styrktaraðili Styrkleikanna?
Það eru margir kostir fyrir þitt fyrirtæki til að gerast styrktaraðili Styrkleikana. Fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja eru styrktaraðilar Styrkleikanna, til dæmis: UPS, Takeda, Axa og Subway. Baráttan gegn krabbameinum stendur okkur öllum nærri því 1 af hverjum 3 fær krabbamein á lífsleiðinni og flestir munu upplifa að vera aðstandendur, vinir eða samstarfsfélagar þeirra sem takast á við krabbamein. Við getum öll sameinast um að leggja okkar af mörkum til að fækka þeim greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði þeirra.
Veldu það þrep stuðnings sem hentar þínu fyrirtæki og hafðu samband við Evu Írisi Eyjólfsdóttur, verkefnisstjóra Styrkleikanna á Selfossi með því að senda póst á Styrkleikarnir@krabb.is
AÐALSTYRKTARAÐILI: | Platinum | Gull | Silfur | Brons |
---|---|---|---|---|
Sérstakur viðburður fyrir starfsmenn í þínu fyrirtæki | X | |||
Erindi frá þínu fyrirtæki á viðburðinum sjálfum | X | |||
Lógó þíns fyrirtækis í öllum þakkarpóstum til þátttakenda (sent eftir viðburðinn) | X | |||
Þakkir í opnunarhátíð Styrkleikanna | X | X | ||
Pláss fyrir bás og möguleiki á að gefa sýnishorn/gjafavöru | X | X | ||
Lógó þíns fyrirtækis í prentuðu kynningarefni Styrkleikanna | X | X | X | |
Þakkir í tilkynningum til fjölmiðla | X | X | X | |
Plakat Styrkleikanna: Við erum með á Styrkleikunum | X | X | X | |
Réttur til að kynna stuðninginn í kynningarefni fyrirtækisins (útfærsla með samþykki félagsins) | X | X | X | X |
Lógó á vef viðburðarins, þrepaskipt | X | X | X | X |
Tilkynningar/auglýsingar á meðan á leikunum stendur | 4 | 3 | 2 | 1 |
Leyfi til að sýna flögg/skilti á Styrkleikasvæðinu á meðan á viðburði stendur (stærð og staðsetning skv. staðfestingu félagsins) | 2 | 2 | 1 | 1 |
Þakkir að loknum viðburði | Táknrænn gripur með áletrun | Táknrænn gripur með áletrun | Þakkarskjal | Þakkarskjal |
Lágmarksstyrkur | 600.000 | 400.000 | 200.000 | 100.000 |