Verða sjálfboðaliði
Vertu með í frábæru teymi við að skapa einstaka upplifun.
Styrkleikarnir byggjast fyrst og fremst á starfi sjálfboðaliða. Hvort sem það er á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Malasíu eða Jamaíku. Styrkleikarnir væru ekki til án sjálfboðaliða sem bera uppi starfið við undirbúning og framkvæmd viðburðarins.
Verkefnin sem þarf að leysa eru fjölbreytt og því geta allir nýtt sýna þekkingu og reynslu fyrir viðburðinn ásamt því að bæta við sig reynslu ef þess er óskað.
Styrkleikarnir falla undir persónuverndarstefnu Krabbameinsfélags Íslands
Til þess að geta haldið viðburð eins og Styrkleikana þarf margar hendur bæði við undirbúning en ekki síst á viðburðinum sjálfum. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjast mismikils af sjálfboðaliðum. Við erum að leita að einstaklingum með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Reynslumikla einstaklinga en einnig fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í undirbúningi viðburða og vilja ná sér í reynslu og þekkingu á því sviði.
Verkefnum er skipt upp á milli hópa og hópstjórar vinna svo saman við að láta alla þætti viðburðarins smella svo úr verði einstök upplifun þátttakenda og gesta.
Sjálfboðaliðar fá stuðning og þjálfun út frá þeim verkefnum sem þeir taka að sér frá starfsfólki Krabbameinsfélags Íslands. Allir sjálfboðaliðar eru tryggðir á meðan þeir sinna sálfboðaliðaverkefnum fyrir félagið. Að vera sjálfboðaliði hjá Krabbameinsfélaginu er kjörið tækifæri til þess að láta gott af sér leiða, verða hluti af frábærum hópi einstaklinga og ná sér í reynslu og þekkingu í leiðinni.
Margt smátt gerir eitt stórt og saman getum við verið til staðar fyrir fleiri.
Verkefni sjálfboðaliða
Nokkur dæmi um verkefni sem sjálfboðaliðar sinna.
Sjálfboðaliðar Krabbameinsfélagsins
Tækifæri til að láta gott af sér leiða.
Liðsstjórinn og hlutverk hans
Fyrir hverjum hópi fer einn liðsstjóri sem hefur það hlutverk að halda utan um hópinn og vera tengiliður við fulltrúa Styrkleikanna.