Reynslusögur

Frásagnir Íslendinga sem hafa tekið þátt erlendis.

Dögg Thomsen hefur tekið þátt bæði sem skipuleggjandi og þátttakandi:

„Það er alveg einstakt að taka þátt í Relay for Life, bæði sem skipuleggjandi og þátttakandi.
Ég hef fylgst með Relay for Life síðastliðin 5 ár víðs vegar um heiminn og tók þátt í að halda fyrsta Relay for Life í Miðausturlöndum árið 2017.

Það er einhver stórkostlegur kraftur sem myndast meðal fólksins þennan sólarhring á svæðinu og einstök bönd sem verða til.

Frábært að Relay for Life er loksins að byrja á Íslandi og ég hlakka til að taka þátt!"


Ingibjörg Sigurðardóttir tók þátt árið 2019:

Lille-PIngibjörg Sigurðardóttir fór með manni sínum og afa Lille P til Noregs árið 2019 og tók þátt í Stafett for Livet með Team Lille P. Í liðinu voru 85 manns sem skiptu með sér sólarhringnum og glöddust með Lille P og foreldrum hans Ellen og Guðmundi.

„Það var svo magnað hvað það voru margir sem komu saman fyrir Lille P. Samheldnin, samstaðan og gleðin í liðinu var alveg einstök. Stafett for livet var ofboðslega falleg upplifun og það var svo gaman að eiga þessa upplifun með Litla Pétri. Draumurinn var að geta komið með Team Lille P til Íslands. Við látum okkur ekki vanta á Styrkleikunum í ár.“


Eva Íris Eyjólfsdóttir hefur tekið þátt bæði sem skipuleggjandi og þátttakandi:

„Það eru ákveðin augnablik í lífinu sem maður tekur með sér alla tíð og eignaðist ég nokkur slík þegar ég tók þátt í Relay for Life.

Það er einstakt að upplifa samheldnina og styrkinn sem myndast hjá liðunum í viðburðinum og enn dýrmætara að fá að vera hluti af því.

Ég hlakka mikið til að fá tækifæri til þess að upplifa Styrkleikana á Íslandi með fjölskyldunni minni þar sem við getum fagnað sigrunum sem við eigum en einnig minnst þeirra sem við höfum misst.“