Námskeið: Mín leið að lokinni meðferð við brjóstakrabbameini (fjögur skipti)
Námskeiðið er samvinnuverkefni milli Krabbameinsfélagsins og Landspítalans og er ætlað konum sem greinst hafa með með brjóstakrabbamein og lokið meðferð.
Námskeiðið stendur konum til boða, óháð því hvaða meðferð þær gengust undir eða hversu umfangsmikil meðferðin var. Æskilegt er að ekki séu liðin meira en tvö ár frá meðferðarlokum.
Á námskeiðinu er rætt um leiðir til að efla eigin heilsu og bæta líðan, auk þess sem þátttakendum gefst tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum. Þátttakendur fá m.a. fræðslu um helstu fylgikvilla meðferða, þreytu, svefn, hreyfingu, næringu, óttann við að greinast aftur og streitustjórnun.
Námskeiðið er vikulega í fjögur skipti frá 12. september til 4. október kl. 8:30 - 12:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð. Mikilvægt er að mæta í alla fjóra námskeiðshlutana.
Ýmsir sérfræðingar koma að námskeiðinu með erindi og fræðslu.
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.