Beint í efni

Nám­skeið: Göngu­ferð­ir með fræðslu­í­vafi

Vikulegar heilsubótargöngur með fræðsluívafi í samstarfi Krabbameinsfélagsins og Ferðafélags Íslands.

Námskeiðið hefst aftur í haust og verður auglýst þegar nær dregur.

Dagskrá og nánari upplýsingar má finna í lokuðum Facebookhóp námskeiðsins sem allir þátttakendur hafa aðgang að. 

  • Athugið að nokkuð breytilegt er á hvaða vikudögum og hvenær dagsins göngurnar eru, breytingarnar geta stafað af ýmsum ástæðum þar sem veðrið efst á lista. Upplýsingar um næstu göngu eru alltaf settar inn á Facebookhópinn.

Heilnæm útivist með fræðsluívafi - líkamleg og andleg heilsubót! 

Gönguferðir, útivist og áhugaverð fræðsla getur stuðlað að betri andlegri og líkamlegri heilsu fólks sem tekst á við afleiðingar krabbameins og meðferðar vegna þess. Einnig er félagsskapur við aðra sem eiga svipaða reynslu að baki mjög jákvæður, áhrif jafningjastuðnings eru vel þekkt. 

Námskeiðið stendur til boða fólki sem einhvern tíma hefur greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra. Það felur í sér fremur léttar, vikulegar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sem fléttaðar verða ýmiskonar áhugaverðum fróðleik um náttúru og sögu.

Fyrirkomulag og kostnaður:

Námskeiðið stendur yfir í fimm mánuði.

Fyrstu þrjú skiptin eru án endurgjalds svo fólk geti komið til að prófa hvort göngurnar henti þeim. Eftir það er þátttökugjald 5000 kr. (samanlagt fyrir allar göngurnar þaðan í frá).

Almennt ættu göngurnar að henta flestum. Framan af er gengið á sléttu landi án hækkunar en þegar líður á árið verður gengið á lág fjöll auk þess sem göngurnar lengjast nokkuð. 

Leiðsögumenn frá Ferðafélagi Íslands sjá um fararstjórn og skipulag gangnanna.

Við erum afar þakklát eftirtöldum fyrirtækjum stuðninginn við verkefnið:

Gönguferðir-styrktaraðilar