Beint í efni
Gott útlit_námskeið.

Gott út­lit

Snyrtinámskeið ætlað konum sem eru í krabbameinsmeðferð, farið er í grundvallaratriði í umhirðu húðar og veittar leiðbeiningar um förðun.

Námskeiðið er eitt skipti og er haldið síðasta þriðjudag hvers mánaðar frá janúar til apríl og ágúst til nóvember. 

Leiðbeinandi er Kristjana Rúnarsdóttir, sérfræðingur frá Lancome. 

Námskeiðið fer fram í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 1. hæð. Skráning er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.