Beint í efni
Bjargráð við kvíða

Bjargráð við kvíða (2/2) - á ZOOM

Á námskeiðinu er lögð áhersla á það hvernig koma má auga á streituviðbrögð og langvarandi kvíða. Auk þess verður farið yfir nokkur hagnýt bjargráð til að takast á við kvíða og streitu í daglegu lífi.

Námskeiðið er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum. Það er vikulega í tvö skipti og leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krabbameinsfélagsins.

Skráning er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.