Betri rútína, betri svefn, betri líðan á ZOOM (fjögur skipti)
Fjögurra vikna námskeið þar sem lögð er áhersla á að bæta svefnrútínu, stuðla að góðum svefnvenjum og þar með betri svefni og líðan.
Farið verður yfir áhrif streitu og ýmissa lífsstílstengda þátta á svefn og líðan.
Þátttakendur fá verkfæri í hverri viku sem stuðla að því að bæta rútínu og svefn og geta einnig fengið einstaklingsmiðaðar ráðleggingar.
Námskeiðið fer fram á ZOOM, fjóra fimmtudaga kl. 13:00 – 14:30. Það hefst 24. október og því lýkur 14. nóvember.
Leiðbeinandi er Inga Rún Björnsdóttir, sálfræðingur hjá Betra svefni.
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.