Hlutverk og framtíðarsýn

Í stefnu Krabbameinsfélagsins er varpað ljósi á þau áform að fækka nýjum tilfellum krabbameins, fækka dauðsföllum af völdum sjúkdómsins og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með sjúkdóminn.

Það er ljóst að fá skref yrðu tekin af hálfu Krabbameinsfélagsins til að ná markmiðunum ef ekki kæmi til vilji almennings, fyrirtækja og stofnana til að leggja baráttumálum okkar lið. Við göngum því áfram til verka í trausti þess að við eigum þann stuðning áfram vísan. Slík samvinna er og verður heilladrjúg.

Tilgangur, hlutverk og gildi

Tilgangur Krabbameinsfélags Íslands samkvæmt lögum þess er að styðja og efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameini, svo sem með því að:

 1. Beita sér fyrir virkri opinberri stefnu (krabbameinsáætlun) í forvörnum, greiningu, meðferð og endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein.
 2. Stuðla að þekkingu og menntun um krabbamein og krabbameinsvarnir.
 3. Efla krabbameinsrannsóknir, m.a. með söfnun og vísindalegri úrvinnslu upplýsinga og með rekstri vísindasjóðs.
 4. Beita sér fyrir leit að krabbameini á byrjunarstigi.
 5. Styðja framfarir í meðferð krabbameins og umönnun krabbameinssjúklinga.
 6. Beita sér fyrir stuðningi við krabbameinssjúklinga og aðstandendur.
 7. Vera málsvari krabbameinssjúklinga og beita sér fyrir réttindum þeirra.

Hlutverk Krabbameinsfélags Íslands er að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn krabbameinum.

Gildi Krabbameinsfélags Íslands voru valin af fulltrúum aðildarfélaganna og starfsmönnum en þau eru:  Traust, fagmennska, umhyggja og virðing.

Áherslur á Ytra starf félagsins

1. Fækka þeim sem veikjast af krabbameinum

 • Afla þekkingar á því sem best er vitað um krabbamein og miðla til almennings.
 • Stuðla að gagnreyndum og öflugum forvörnum til þess að draga úr nýgengi.
 • Stuðla að bættri greiningartækni til að fjölga þeim sem greinast með forstigseinkenni.
 • Standa að vitundarvakningu um krabbamein.
 • Fræða almenning um forvarnir krabbameina, áhættuþætti og krabbameinsleit.
 • Bjóða upp á krabbameinsleit.
 • Hvetja heilbrigðisyfirvöld í baráttunni gegn krabbameinum.
 • Styðja aðildarfélög í að sinna fræðslu um forvarnir.

2. Lækka dánartíðni þeirra sem greinast með krabbamein

 • Fylgjast með nýjungum í greiningu og meðferð og miðla þeim upplýsingum.
 • Tryggja jafnræði og gott aðgengi að þjónustu félagsins.
 • Vinna að því að biðtími skjólstæðinga eftir greiningu og meðferð sé sem stystur.
 • Vinna að því að bestu viðurkenndu lyf, greining og meðferð standi sjúklingum til boða.
 • Stuðla að því að þjónusta við krabbameinssjúklinga standist gæðakröfur

3. Bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein

 • Veita sjúklingum og aðstandendum þeirra heildræna ráðgjöf, fjölbreytta fræðslu og stuðning.
 • Gæta fjárhagslegra og faglegra réttinda sjúklinga, vera málsvari þeirra og gæta
  hagsmuna þeirra í hvívetna.
 • Stuðla að því að síðbúnar aukaverkanir og skaðsemi meðferða verði í lágmarki.
 • Vinna að því að góð líknarþjónusta standi þeim sjúklingum sem þess óska til boða.
 • Halda uppi öflugu samstarfi við erlend krabbameinsfélög.

Áherslur í innra starfi félagsins

Til þess að Krabbameinsfélag Íslands geti þjónað tilgangi sínum og sinnt hlutverki sínu, setur félagið séreftirfarandi meginmarkmið:

 1. Viðhalda góðum samskiptum við þá sem hagsmuna eiga að gæta.
 2. Vera þekkt fyrir markvisst starfsskipulag og vönduð vinnubrögð.
 3. Reka skilvirkt leitarstarf.
 4. Vera miðstöð virkrar þekkingaröflunar og miðlunar um krabbamein með áherslu á forvarnir og heilbrigða lífshætti, m.a. með vandaðri vefsíðu.

1. Góð samskipti

Starfsmarkmið 1:
Bæta aðgengi almennings, sjúklinga, aðildarfélaga og annarra hagsmunaaðila að Krabbameinsfélaginu. 

Starfsmarkmið 2:
Vinna að stöðugum umbótum á vef- og samskiptasíðum Krabbameinsfélagsins, auka gagnvirkni þeirra og uppfæra reglulega.

Starfsmarkmið 3:
Efla starf aðildarfélaga og auka samstarf þeirra, m.a. með stuðningi Ráðgjafarþjónustunnar.

Starfsmarkmið 4:
Fara í samstillt átak, skipulagt af markaðs- og fjáröflunardeild í samstarfi við aðildarfélögin, með það fyrir augum að gera 10% þjóðarinnar að félögum eða velunnurum Krabbameinsfélagsins.

Starfsmarkmið 5:
Vinna að góðum samskiptum við önnur félög og stofnanir þar sem hagsmunir fara saman.

2. Markvisst starfsskipulag

Starfsmarkmið 1:
Sjá til þess að ábyrgð og hlutverk starfsmanna endurspeglist í skipuriti félagsins á hverjum tíma.

Starfsmarkmið 2:
Efla markaðs-, kynningar-, fræðslu- og fjáröflunarstarf félagsins með því að gera árlegar áætlanir og tryggja samræmi á milli Krabbameinsfélags Íslands og aðildarfélaga.

Starfsmarkmið 3:
Efla stjórnunarleg og fagleg tengsl milli aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands með opnum og gagnvirkum samskiptum varðandi félögin, breytingar og áherslur.

Starfsmarkmið 4:
Kynna fyrir skjólstæðingum, aðildarfélögum og almenningi þá vinnu sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir.

3. Skilvirkt leitarstarf

Starfsmarkmið 1:
Viðhalda skilvirku og árangursríku leitarstarfi á landinu öllu í samstarfi við viðeigandi aðila.

Starfsmarkmið 2:
Hvetja konur til að koma í legháls- og brjóstakrabbameinsleit í samræmi við leiðbeiningar.

Starfsmarkmið 3:
Miða skal við í árlegri áætlanagerð félagsins að rekstur leitarstarfs sé í samræmi við þjónustusamning Krabbameinsfélags Íslands og Sjúkratrygginga Íslands.

Starfsmarkmið 4:
Hvetja stjórnvöld til að hefja lýðgrundaða leit að krabbameini í ristli og að öðrum krabbameinum eftir því sem besta þekking leyfir á hverjum tíma.

Starfsmarkmið 5:
Hvetja konur og karla til að vera vakandi fyrir breytingum á heilsufari sínu sem gætu bent til krabbameins og að leita aðstoðar hjá viðeigandi aðilum.

4. Virk þekkingaröflun og miðlun

Starfsmarkmið 1:
Krabbameinsfélagið skal vera miðstöð þekkingar um krabbamein, fylgjast með breytingum sem verða á nýgengi, dánartíðni og lífshorfum og miðla upplýsingum til fagfólks, fjölmiðla og almennings.

Starfsmarkmið 2:
Félagið skal efla menntun og fræðslu í þágu krabbameinssjúklinga.

Starfsmarkmið 3:
Félagið skal vinna að skilvirkri skráningu krabbameina á Íslandi svo gagnagrunnur Krabbameinsskrárinnar verði áfram öflug upplýsingaveita og rannsóknartæki.

Starfsmarkmið 4:
Félagið skal efla baráttu gegn krabbameinum með rannsóknum á orsökum krabbameina, horfum sjúklingaog áhrifum krabbameinsleitar og meðferðar.

Starfsmarkmið 5:
Félagið skal stuðla að rannsóknum á sviði krabbameina með því að standa að vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands.


Var efnið hjálplegt?