Reglur um meðferð fjár

Við hjá Krabbameinsfélaginu erum þakklát fyrir þær gjafir og styrki sem okkur er treyst fyrir. Við vitum að við fáum þessi framlög til að standa undir verkefnum sem þjóðin þekkir, en viljum gera skýra grein fyrir hvernig við tryggjum góða og gagnsæja nýtingu fjárins. Það gerum við meðal annars með því að:

  • Birta ársskýrslur okkar óstyttar á netinu og gerum ítarlega grein fyrir starfsemi á vegum félagsins.
  • Birta ársreikningar á heimasíðu okkar, en þeir eru lagðir fram á aðalfundi til samþykktar af aðildarfélögum; grasrótinni í Krabbameinsfélaginu.
  • Ársreikningar eru ætíð endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum og félagslegum skoðunarmönnum hvert ár.
  • Við uppfyllum þá lagaskyldu að senda lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins yfirlit um safnanir að þeim loknum.
  • Eins og fram kemur á birtum ársreikningum eru verkefni þau sem við sinnum fyrir ríkið (rekstur Krabbameinsskrár og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins) aðgreint í bókhaldi frá annarri starfsemi.
  • Við erum stofnfélagar Almannaheilla og höfum verið virk í því starfi. Siðareglur Almannaheilla gilda um starfsemi okkar.
  • Við gætum þess að þiggja ekki fjárframlög sem brjóta í bága við almennar viðmiðunarreglur heilbrigðisstétta þar að lútandi. (Við tökum mið af Reglum EFPIA og Frumtaka um samskipti lyfjafyrirtækja við heilbrigðisstarfsfólk) .
  • Við leitum stöðugt leiða til að gera betur í þessu efni og þiggjum allar góðar ábendingar þar að lútandi.


Var efnið hjálplegt?