Aðalfundur 6. júní 2020

Hér að neðan er að finna ýmis gögn vegna aðalfundar Krabbameinsfélags Íslands 6. júní 2020.

Aðalfundarboð

 

 

Dagskrá fundarins

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins:

 

 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár
 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
 3. Skýrslur aðildarfélaga
 4. Lagabreytingar
 5. Stjórnarkjör
 6. Tveir endurskoðendur kosnir og einn til vara
 7. Fimm menn kosnir í uppstillinganefnd
 8. Önnur mál

 

Boðið verður upp á morgunverð kl. 09:30 og aðalfundur hefst kl. 10:00 og áætlað að hann standi til kl. 12:00.

Fundur formanna hefst kl. 13:00 að afloknum hádegisverði.

Tillögur að fundarstjóra og ritara fundarins

 

 • Fundarstjóri: Guðmundur Pálsson
 • Fundarritari: Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir

 

Skýrsla stjórnar

 

 

Skýrslur aðildarfélaga

 

 

Endurskoðaðir reikningar félagsins

 

 

Kjör til stjórnar

Frá uppstillingarnefnd:

Uppstillingarnefnd Krabbameinsfélags Íslands hefur unnið samkvæmt vinnureglum félagsins um kjör í stjórn félagsins og kosningu félagslegra endurskoðenda (skoðunarmanna), sem voru samþykktar á aðalfundi félagsins 13. maí 2006. Á aðalfundi 2020 þarf að kjósa þrjá aðalmenn til tveggja ára og tvo varamenn í stjórn til eins árs auk þriggja endurskoðenda (skoðunarmenn) þar af einn til vara.

Nefndin leggur eftirfarandi tillögu sína um kjör í stjórn félagsins beint fyrir aðalfund þann 6. júní 2020:

Aðalmenn:

 

 • Kristín Halldórsdóttir, lífeindafræðingur
 • Sigurður Hannesson, stærðfræðingur
 • Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur

 

Kristín gefur kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn félagsins. Hún var fyrst kosin í stjórn félagsins sem varamaður árið 2016 en tók sæti aðalmanns árið 2017. Þorsteinn gefur kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn Krabbameinsfélags Íslands. Hann var fyrst kosinn í stjórn árið 2016 og hefur verið varaformaður félagsins frá árinu 2017.

 

Sigurdur-myndSigurður Hannesson, stærðfræðingur gefur nú í fyrsta sinn kost á sér til starfa í stjórn Krabbameinsfélagsins.

Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Áður en hann hóf störf hjá samtökunum í ágúst 2017 starfaði hann á fjármálamarkaði í áratug, síðast sem framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka (áður MP banka). Hann veitti stjórnvöldum ráðgjöf við endurreisn íslensks efnahagslífs, sem varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta 2015 og formaður sérfræðingahóps um Leiðréttinguna 2013. Sigurður er stjórnarformaður Kviku banka og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Hann situr einnig í stjórnum Icelandic Startups og Auðnu tæknitorgs auk nokkurra annarra félaga. Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá Oxford-háskóla.

Sigurður segir: Hjá Krabbameinsfélaginu er unnið göfugt starf sem skiptir samfélagið máli. Allir Íslendingar þekkja til einhvers sem sem hefur veikst af þessum vágesti sem greining meins er, hafa jafnvel reynt það á eigin skinni. Margþættur stuðningur, starf og fræðsla félagsins er þar dýrmætt. Mér er því sönn ánægja að taka þátt í starfi félagsins og leggja mitt af mörkum.

Varamenn til eins árs:

 

 • Hildur Björk Hilmarsdóttir
 • Svanhildur Inga Ólafsdóttir

 

Hildur Björk og Svanhildur gefa báðar kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn félagsins.

Kjör endurskoðenda

Endurskoðendur til eins árs:

 

 • Birna Guðmundsdóttir
 • Jón Auðunn Jónsson
 • Endurskoðandi til vara, til eins árs:
 • Ólafur Dýrmundsson

 

Birna, Jón Auðunn og Ólafur gefa öll kost á sér til áframhaldandi starfa sem félagskjörnir endurskoðendur. Birna og Jón Auðunn voru fyrst kosin árið 2014 og Ólafur árið 2017.

Kjör fimm manna í uppstillingarnefnd

Guðrún Sigurjónsdóttir, Kristján Freyr Helgason og Þráinn Þorvaldsson gefa öll kost á sér til áframhaldandi starfa í uppstillingarnefnd. Guðrún var kjörin í nefndina árið 2018 en Kristján Freyr og Þráinn árið 2019.

Auk þess gefa kost á sér til starfa í uppstillingarnefnd:

 • Anna Sigurborg Harðardóttir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar og fyrrverandi stjórnarmaður hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins.
 • Ragnheiður Davíðsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krafts. Ragnheiður hóf störf fyrir Kraft í september 2013 og starfaði sem framkvæmdastjóri fyrstu fjögur árin og síðan í þrjú ár sem verkefnastjóri útgáfu, fræðslu og hagsmunagæslu.

Drög að ályktunum

Efni væntanlegt

Fundargerð aðalfundar 2019

 

 

Ársskýrsla 2018

 

 

Ársreikningur 2018

 


Var efnið hjálplegt?