Aðalfundur 5. maí 2018

Hér að neðan er að finna ýmis gögn vegna aðalfundar Krabbameinsfélags Íslands 5. maí 2018.

Dagskrá fundarins

Samkvæmt lögum félagsins skulu þessi mál tekin fyrir á aðalfundi:

 

  1. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  3. Skýrslur aðildarfélaga.
  4. Lagabreytingar.
  5. Stjórnarkjör.
  6. Tveir endurskoðendur kosnir og einn til vara.
  7. Fimm menn kosnir í uppstillingarnefnd.
  8. Önnur mál.

 

Tillögur að fundarstjóra og ritara fundarins

Fundarstjóri: Guðmundur Pálsson, vefstjóri Krabbameinsfélags Íslands

Ritari: Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands

Skýrsla stjórnar

 

 

Skýrslur deilda og aðildarfélaga

 

 

Áritaðir reikningar félagsins

 

 

Kjör til stjórnar og kjör endurskoðenda

 

Frá Uppstillingarnefnd:

Uppstillingarnefnd Krabbameinsfélags Íslands hefur unnið samkvæmt vinnureglum félagsins um kjör í stjórn félagsins og kosningu félagslegra endurskoðenda (skoðunarmanna), sem voru samþykktar á aðalfundi félagsins 13. maí 2006. Á aðalfundi 2018 þarf að kjósa þrjá aðalmenn til tveggja ára og tvo varamenn í stjórn til eins árs, og þrjá endurskoðendur (skoðunarmenn) þar af einn til vara.

Nefndin leggur eftirfarandi tillögu sína um kjör í stjórn félagsins beint fyrir aðalfund þann 5. maí 2018:

Aðalmenn:

 

  • Jón Þorkelsson, viðskiptafræðingur
  • Kristín Halldórsdóttir, lífeindafræðingur
  • Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur

 

Jón, Kristín og Þorsteinn gefa öll kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins. Jón var kosinn í stjórn félagsins árið 2013, Kristín árið 2016, sem varamaður en tók sæti aðalmanns seint á árinu 2017 þegar Elísabet Arna Helgadóttir hætti í stjórninni og Þorsteinn var kosinn í stjórn KÍ árið 2016.

Varamenn:

 

  • Sigríður Zoëga, hjúkrunarfræðingur
  • Ástrós Rut Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi, formaður Krafts

 

Sigríður gefur kost á sér til áframhaldandi setu sem varamaður í stjórn félagsins. Hún var kosin varamaður í stjórn félagsins árið 2017.

Ástrós Rut gefur nú kost á sér í fyrsta sinn sem varamaður í stjórn félagsins til eins árs.:

AstrosÁstrós heiti ég og býð mig fram til setu í stjórn KÍ. 

Ég starfa sem þjónustufulltrúi hjá Garra og gegni einnig formennsku hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Ég hef gegnt starfi varaformanns í tvö ár og núna starfi formanns í rúmlega eitt ár. Mín persónulega reynsla er sú að eiginmaður minn, Bjarki, greindist með 4. stigs ristilkrabbamein 2012 og er ennþá að láta til sín taka. Ég hef því bæði reynslu af því að þiggja þjónustu sem og að veita hana. Ég tel mig geta veitt góða innsýn inn í hugarheim þeirra sem þurfa á aðstoð að halda og hvernig aðstoð væri best að veita. Að greinast með krabbamein er heljarinnar frumskógur og því tel ég að félag eins og KÍ geti auðveldlega hjálpað til með að snyrta greinarnar á trjánum og vísað réttu leiðina."

Félagskjörnir endurskoðendur (skoðunarmenn)

 

  • Birna Guðmundsdóttir
  • Jón Auðunn Jónsson
  • Ólafur Dýrmundsson (varamaður)

Birna, Jón Auðunn og Ólafur gefa áfram kost á sér sem félagskjörnir endurskoðendur. Birna og Jón Auðunn voru fyrst kosin árið 2014 og Ólafur árið 2017.

Kjör fimm manna í uppstillingarnefnd

Eftirfarandi gefa kost á sér til starfa í uppstillingarnefnd

Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir. Agnes lauk embættisprófi úr læknadeild árið 1995 og starfaði á Sjúkrahúsi Reykjavíkur til ársins 1999. Hún lauk prófi í almennum lyflækningum frá University of Connecticut í Bandaríkjunum árið 2002 og sérnámi í lyflækningum krabbameina og blóðmeinafræði frá sama skóla árið 2005. Hún hefur starfað við Lyflækningadeild krabbameina á LSH frá 2005, með hléi 2014 til 2017 er hún starfaði við krabbameinslækningar hjá Gundersen Health System í Wisconsin í Bandaríkjunum. Agnes sat í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur 2007 til 2014 þar af sem formaður 2013 til 2014.

Friðrik Vagn Guðjónsson, heimilislæknir. Friðrik Vagn er fæddur á Patreksfirði 1950 og býr á Akureyri. Hann útskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 1976 og var í námi í heimilislækningum í Svíþjóð árin 1980 til 1984. Friðrik Vagn hefur tengst starfi Krabbameinsfélagsins eða aðildarfélaga þess í rúm 30 ár. Hann sat í stjórn Krabbameinsfélags Siglufjarðar þegar  hann starfaði sem heilsugæslulæknir á Siglufirði árin 1978 til 1980 og 1984 til 1985. Frá árinu 1985 til ársins 2007 var hann heimilislæknir á Heilsugæslustöðinni á Akureyri og frá árinu 2007 til 2017 deildarlæknir á Endurhæfingardeild SAk á Kristnesi. Hann hefur setið með stuttu hléi í stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis (KAON) frá árinu 1986. Hann sat í varastjórn Krabbameinsfélags Íslands  2013 til 2015 og í aðalstjórn KÍ 2015 til 2017.

Guðrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Guðrún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á mörgum deildum Landspítala þar til hún lauk störfum vegna aldurs.

„Árið 1989 fékk ég heimsókn af sjálfboðaliða Samhjálpar kvenna eftir að hafa farið í brjóstnám vegna krabbameins. Ég sótti fundi félagsins og árið 1992 tók ég þátt í sjálfboðaliðanámskeiði á vegum Samhjálpar kvenna. Í kjölfar þess fór ég í stuðningsheimsóknir til fjölda kvenna sem farið höfðu í brjóstnám. Auk þess sá ég ásamt góðum félögum um undirbúning fræðslufunda á vegum félagsins, s.k. Opins húss”. Guðrún var formaður Samhjálpar kvenna frá árinu 2001 til 2013. Hún sat í stjórn Krabbameinsfélags Íslands, í uppstillingarnefnd félagsins og var skoðunarmaður reikninga um árabil. Guðrún á sæti í heiðursráði Krabbameinsfélags Íslands.

Kristín Auður Sophusdóttir, hjúkrunarfræðingur.  Kristín lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1974. Hún hefur síðan lokið sérnámi í hjúkrun hand- og lyflækninga frá Nýja hjúkrunarskólanum, sérnámi í krabbameinshjúkrun við Finseninstitutet í Kaupmannahöfn, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1995 og diplómanám í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá EHÍ.

Kristín hefur verið stjórnandi mestallan sinn starfsferil og tekið þátt í stofnun flestra sérhæfðra krabbameinsdeilda Landspítalans. Hún var hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landspítalanum frá 1993 og við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala árið 2000 tók hún við stöðu sviðsstjóra hjúkrunar á lyflækningasviði II en undir það svið heyrðu sérhæfðu krabbameins­deildirnar og líknardeildin í Kópavogi. Þá stýrði hún fagráði krabbameinshjúkrunar á Landspítala fyrstu árin. Kristín lét af störfum sem sviðsstjóri árið 2009, en starfaði með fagráði krabbameinshjúkrunar þar til hún lét af störfum á Landspítala árið 2012. Undir stjórn Kristínar síðastliðin 30 ár hefur orðið mikil framþróun í málum krabbameinshjúkrunar. Sérhæfingin og sérþekkingin hefur stóreflst og þjónusta við þennan sjúklingahóp á Landspítala hefur byggst upp á heildrænan hátt. Kristín hefur gegnt stjórnarsetu hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og Krabbameinsfélagi Íslands. 

 

Sigurður Jón Ólafsson, lífeyrisþegi. Sigurður Jón hefur verið félagi í Stómasamtökunum í tæp 30 ár. Hann er stjórn samtakanna, var ritari þeirra í mörg ár og hefur verið ritstjóri Fréttabréfs Stómasamtakanna í 25 ár. Hann hefur verið í uppstillingarnefnd Krabbameinsfélagsins í þrjú ár. 

Heiðursráð Krabbameinsfélags Íslands

Bókun úr fundargerð stjórnar Krabbameinsfélags Íslands 10. apríl 2018:

“Ragnheiður Haraldsdóttir og Jónas Ragnarsson voru á fundinum einróma kosin í heiðursráð félagsins”.

Drög að ályktunum

 

 

Fundargerð aðalfundar 2017

 

 


Var efnið hjálplegt?