© Mats Wibe Lund

Suður-Þingeyingar

Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga var stofnað 22. ágúst 1968 og eru félagsmenn 345 talsins. Markmið Krabbamensfélags Suður-Þingeyinga er að styrkja málefni sem tengjast heilsu og forvörnum gegn krabbameini, ásamt því að styrkja einstaklinga í Suður-Þingeyjarsýslu sem greinst hafa með krabbamein, með ýmsum hætti. Stuðningshópur félagsins heitir Birta og formaður félagsins er Jóhanna Björnsdóttir. 

Starfsemi 2019

Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga er að styrkja málefni sem tengjast heilsu og forvörnum gegn krabbameini ásamt því að styrkja einstaklinga á svæði félagsins sem greinst hafa með krabbamein með ýmsum hætti. Félagið styrkir aðila sem þurfa að dvelja í Reykjavík í lengri eða skemmri tíma vegna krabbameinsmeðferðar með greiðslu á gistikostnaði. Félagið stendur fyrir sölu á minningarkortum og fer ágóðinn af sölunni óskiptur til Krabbameinsfélags Suður-Þingeyinga.

Fyrirtæki og einstaklingar á svæði Krabbameinsfélags Suður Þingeyinga styrkja félagið myndarlega ár hvert og erum við ákaflega þakklát fyrir það. Félagið hefur gefið fé til Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík til kaupa á ýmsum búnaði til sjúkradeildarinnar sem nýtist krabbameinsveikum og öðrum sjúkum á stofnuninni.

Starfsemi s.l. starfsárs hefur verið í lágmarki og eru ýmsar ástæður fyrir því svo sem veikindi, langvarandi óveðurskaflar sem hefta samgöngur ofl. En stjórnin er í góðu sambandi og fylgist með aðstæðum á svæðinu og er í góðri aðstöðu að ná til þeirra sem á stuðningi þurfa að halda, þar sem stjórnarmeðlimur er einnig starfsmaður á Heilbrigðisstofnuninni á Húsavík.

Lítið hefur verið um formlega fundi s.l. starfsár en við sjáum ekki annað en að það sé mikil þörf fyrir slíkan félagsskap sem þennan, hefur stjórnin verið í samskiptum á veraldarvefnum sem gengur ágætlega á 21.“ tækni“-öldinni.

Jóhanna Björnsdóttir

Starfsemi 2018

Krabbameinsfélag Suður Þingeyinga er að styrkja málefni sem tengjast heilsu og forvörnum gegn krabbameini ásamt því að styrkja einstaklinga á svæði félagsins sem greinst hafa með krabbamein með ýmsum hætti. Félagið styrkir aðila sem þurfa að dvelja í Reykjavík í lengri eða skemmri tíma vegna krabbameinsmeðferðar með greiðslu á gistikostnaði. Félagið stendur fyrir sölu á minningarkortum og fer ágóðinn af sölunni óskiptur til Krabbameinsfélags Suður-Þingeyinga.

Fyrirtæki og einstaklingar á svæði Krabbameinsfélags Suður Þingeyinga styrkja félagið myndarlega ár hvert. Félagið hefur gefið fé til Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík til kaupa á ýmsum búnaði til sjúkradeildarinnar sem nýtist krabbameinsveikum og öðrum sjúkum á stofnuninni.

Starfsemi félagsins hefur verið með minnsta móti árið 2018 af ýmsum ástæðum, en stjórnin er í góðu sambandi á veraldarvefnum.

Jóhanna Björnsdóttir


Var efnið hjálplegt?