Akureyri og nágrenni

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis var stofnað 21. nóvember 1952 og eru félagsmenn um 1.500 talsins. Þjónustumiðstöð félagsins er við Glerárgötu 34, 2.hæð á Akureyri. Opið frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 10:00-14:00 auk þess sem boðið er upp á viðtalstíma þar fyrir utan. 

KAON-Husnaedi2020-1

Þjónustumiðstöð Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis veitir krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra fjölbreytta þjónustu. Hjá félaginu starfa þrír starfsmenn; markaðs- og móttökustjóri, verkefnastjóri og starfsmaður á vegum Ráðgjafaþjónustunnar.

Þjónusta

Félagið veitir krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra stuðning og ráðgjöf í formi viðtala, þeim að kostnaðarlausu. Að auki er í boði fjölbreytt námskeið, fyrirlestrar, heilsuefling, jafningjastuðningur í karla- og kvennahópum og ýmsir aðrir viðburðir.

Eirberg er með aðstöðu í þjónustumiðstöðinni og sér hjúkrunarfræðingur um að aðstoða konur sem hafa farið í fleygskurð eða brjóstnám með ráðleggingar um gervibrjóst, brjóstahaldara og ermar til þess að meðhöndla sogæðabjúg.

Sjá nánar inn á vef félagsins: www.kaon.is

Opnunartími

Þjónustumiðstöðin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 - 14:00.

Panta tíma

Til að panta tíma hringið í síma 461 1470 eða sendið línu á kaon@krabb.is. Lögð er áhersla á stuttan biðtíma og er erindum svarað fljótt og örugglega.

Gagnlegur hlekkur

Upplýsingar um þjónustu: https://www.kaon.is/is/thjonusta


Var efnið hjálplegt?