Frískir menn

Stuðningshópur fyrir þá einstaklinga sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og hafa möguleika á virku eftirliti.

“Virkt eftirlit” felst í því að eftir að maður, sem hefur greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein og hefur gildi við greiningu sem eru undir tilteknum mörkum, hefur þann valmöguleika  að láta fylgjast með sér með í stað þess að fara í hefðbundna meðferð.

Markmiðið með starfsemi stuðningshópsins er að vera upplýsandi um virkt eftirlit og stuðningur fyrir þá menn sem vilja fara þessa leið eftir greiningu á krabbameininu.

Markmiðið er ekki almenn hvatning til vals á virku eftirliti heldur stuðningur við þá einstaklinga sem hafa valið þessa nálgun.

Stuðningshópurinn mun starfa í nánu samstarfi við Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Stuðningshópurinn var stofnaður 20. mars 2014 og er Þráinn Þorvaldsson í forsvari fyrir hópinn.

Forsvarsmaður: Þráinn Þorvaldsson, alud@mmedia.is

Vefsíða: www.krabb.is/friskirmenn


Var efnið hjálplegt?