Framför

Félagið var stofnað 12. febrúar 2007

Framför eru samtök karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein.

Félagsmenn: 25.
Vefsíða: www.krabb.is/framfor

Stjórn félagsins kjörin á aðalfundi 8. apríl 2019:

 

Starfsemi undanfarin ár

Markmið félagsins er að styðja menn og maka þeirra sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli. Árið 2019 var unnið að endurskipulagningu og markmiðasetningu. Í apríl 2019 var kosin ný stjórn Framfarar og er hún að skilgreina og undirbúa framtíðarstarf félagsins. Meðal nýjunga er áhugi fyrir breyttu sameiginlegu fundafyrirkomulagi, Góðra hálsa og Frískra manna. Áhugi er fyrir að fá maka til samstarfs með stofnun sérstaks stuðningshóps fyrir maka. Einnig er áhugi fyrir að leita eftir erlendu samstarfi. Umsókn Framfarar um aðild að Evrópusamtökum blöðruhálskirtilsgreindra manna, Europa UOMO, er í umsóknarferli. Europa UOMO er öflugur málsvari og stuðningssamtök BHKK samtaka í 24 Evrópulöndum.  

Hér má sjá viðtal við Þráinn Þorvaldsson á Hringbraut 8. október 2019. Viðtalið hefst á 14:08:

 


Var efnið hjálplegt?