Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. mar. 2019

Vonar að sokkarnir seljist upp

  • Anna Pálína með Mottumars-sokkana í húsakynnum Listháskóla Íslands.

Anna Pálína Baldursdóttir, hönnuður Mottumars-sokkanna 2019, þekkir krabbamein úr eigin fjölskyldu og segist vona að sokkarnir rokseljist til góða fyrir starfsemi Krabbameinsfélagsins.

Anna Pálína er nemandi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og bar sigur úr bítum í hönnnunarsamkeppni LHÍ og Krabbameinsfélagsins síðastliðið haust.

Sokkarnir eru „fallegir, skærir og bjartir“ eins og forseti Íslands sagði þegar honum var afhent fyrsta sokkaparið við upphaf Mottumars 1. mars síðastliðinn. Hugmyndina segist Anna Pálína hafa fengið úr síðustu Mottumarsherferð og syngjandi rakarar hafi veitt henni innblástur: „Mig langaði að gera karla og fannst sniðugt að hafa andlitið á tánum þannig að sokkaeigandinn gæti horft framann í þá.“

Anna-Palina-med-sokka-NOTA1

Fjarstæðukennd og súrrealísk tilhugsun

Mottumars sokkarnir eru framleiddir í rúmlega 40 þúsund para upplagi og seldir í verslunum um allt land og í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Sigurvegari hönnunarsamkeppninnar segist enn vera að átta sig á því að tugþúsundir landsmanna gætu klæðst sokkum eftir hana: „Það er mjög fjarstæðukennd og súrrealísk tilhugsun. Ég er eiginlega ennþá að átta mig á því hvað þetta er stórt batterí.“

Anna Pálína segir að athyglin sem hún hafi fengið komi henni á óvart. Hún hafi haldið að sokkarnir yrðu í forgrunni en ekki hún: „Margir ókunnugir hafa stoppað mig úti á götu og óskað mér til hamingju. Ég er ekki vön að vera miðpunktur athygli, þó það sé bara í skamman tíma. Þess vegna er ég bara svolítið fegin því að vera stödd erlendis í skiptinámi um þessar mundir!“

Vonar að sokkarnir fyrir góðan málstað

Krabbamein hefur höggvið skarð í fjölskyldu Önnu Pálínu og hún þekkir nokkra utan hennar sem hafa barist við sjúkdóminn: „Ég vona bara að sokkarnir rokseljist - og seljist upp svo ágóði Krabbameinsfélagsins verði sem mestur,“ segir hún að lokum.



Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?