Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. mar. 2019

Vonar að sokkarnir seljist upp

  • Anna Pálína með Mottumars-sokkana í húsakynnum Listháskóla Íslands.

Anna Pálína Baldursdóttir, hönnuður Mottumars-sokkanna 2019, þekkir krabbamein úr eigin fjölskyldu og segist vona að sokkarnir rokseljist til góða fyrir starfsemi Krabbameinsfélagsins.

Anna Pálína er nemandi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og bar sigur úr bítum í hönnnunarsamkeppni LHÍ og Krabbameinsfélagsins síðastliðið haust.

Sokkarnir eru „fallegir, skærir og bjartir“ eins og forseti Íslands sagði þegar honum var afhent fyrsta sokkaparið við upphaf Mottumars 1. mars síðastliðinn. Hugmyndina segist Anna Pálína hafa fengið úr síðustu Mottumarsherferð og syngjandi rakarar hafi veitt henni innblástur: „Mig langaði að gera karla og fannst sniðugt að hafa andlitið á tánum þannig að sokkaeigandinn gæti horft framann í þá.“

Anna-Palina-med-sokka-NOTA1

Fjarstæðukennd og súrrealísk tilhugsun

Mottumars sokkarnir eru framleiddir í rúmlega 40 þúsund para upplagi og seldir í verslunum um allt land og í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Sigurvegari hönnunarsamkeppninnar segist enn vera að átta sig á því að tugþúsundir landsmanna gætu klæðst sokkum eftir hana: „Það er mjög fjarstæðukennd og súrrealísk tilhugsun. Ég er eiginlega ennþá að átta mig á því hvað þetta er stórt batterí.“

Anna Pálína segir að athyglin sem hún hafi fengið komi henni á óvart. Hún hafi haldið að sokkarnir yrðu í forgrunni en ekki hún: „Margir ókunnugir hafa stoppað mig úti á götu og óskað mér til hamingju. Ég er ekki vön að vera miðpunktur athygli, þó það sé bara í skamman tíma. Þess vegna er ég bara svolítið fegin því að vera stödd erlendis í skiptinámi um þessar mundir!“

Vonar að sokkarnir fyrir góðan málstað

Krabbamein hefur höggvið skarð í fjölskyldu Önnu Pálínu og hún þekkir nokkra utan hennar sem hafa barist við sjúkdóminn: „Ég vona bara að sokkarnir rokseljist - og seljist upp svo ágóði Krabbameinsfélagsins verði sem mestur,“ segir hún að lokum.



Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?