Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Vísindi eru skapandi listform

  • Birna Þórisdóttir

Á síðustu áratugum hafa orðið miklar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins eflir íslenskar rannsóknir á krabbameinum.

Verkinu er þó hvergi nærri því lokið. Nauðsynlegt er að tryggja að unnt sé að sinna fjölbreyttum rannsóknum á krabbameini enda þarf að rannsaka betur hvernig fækka megi krabbameinstilfellum, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein. 

„Vísindasjóðurinn gegnir lykilhlutverki við að skapa tækifæri til krabbameinsrannsókna á Íslandi sem Krabbameinsfélagið er afar stolt af,“ segir Birna Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og starfsmaður Vísindasjóðsins. Sjóðurinn er fjármagnaður með söfnunarfé félagsins. 

Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir 

Margvíslegum aðferðum er beitt við rannsóknir á krabbameinum. Hvort sem verið er að finna fjölda fólks sem greinist með tiltekin krabbamein, rannsaka langtímaáhrif þess að greinast með krabbamein á barnsaldri, rækta stökkbreyttar krabbameinsfrumur eða skoða áhrif meðferða eða lyfja er markmiðið það sama: framfarir. 

Hér á eftir er rætt við styrkhafa tveggja rannsókna sem hlutu styrki úr sjóðnum í ár og nýta flugur og mýs til að ráða í gátur vísindanna. 

Rækta ávaxtaflugur í hitaskápum 

Margrét Helga Ögmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands og Valgerður Jakobína Hjaltalín doktorsnemi hlutu styrk úr sjóðnum árið 2020. Þær rannsaka ferli í frumum sem ver okkur gegn krabbameinum en, ef æxli nær að myndast, hjálpar krabbameinsfrumunum að lifa af. 

Þær telja að aukinn skilningur á þessu ferli geti bætt árangur krabbameinsmeðferða. Þær gera rannsóknir á krabbameinsfrumum úr manneskjum og ávaxtaflugum. Ávaxtaflugan sem kemur einstaka sinnum hingað til lands með ávöxtum en lifir ekki villt í íslenskri náttúru er mikið notuð í rannsóknum: 

„Við þekkjum allt erfðamengið og kynslóðatíminn er stuttur þannig að maður fær fljótt niðurstöður. Við ræktum þær á æti í tilraunaglösum sem eru geymd í hitaskápum. Með ávaxtaflugunum getum við skoðað æxlismyndun, einstaka frumur, samspil frumna og samspil æxlis við nærliggjandi vefi.“ 

Valgerður og Margrét spila báðar á píanó og segja vísindin ekki minna listform. „Við erum að ráða í gátur. Við erum að skapa nýja þekkingu. Einhver nýtur góðs af útkomunni.“

Skiptast á að heimsækja mýsnar 

Hans Tómas Björnsson yfirlæknir og prófessor við Háskóla Íslands og Salvör Rafnsdóttir læknir og doktorsnemi hafa lengi velt því fyrir sér hvers vegna sumir svara krabbameinslyfjameðferðum betur en aðrir. Þau rannsaka nýjan feril, svokallaðan kæliferil í frumum. 

„Við teljum að skilningur á kæliferlinum geti leitt til nýrra meðferða og dregið úr aukaverkunum krabbameinslyfjameðferða.“ 

Rannsóknin fer nú á flug með aðstoð styrks úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins en hugmyndin kviknaði fyrir rúmlega fjórum árum. 

„Það er svo margt sem þarf að gerast í huganum á manni. Maður þarf að hugsa þetta út og þess vegna er verkefnið nú orðið svona vel mótað, metnaðarfullt og líklegt til að skila árangri.“ Þau nota fyrst og fremst frumurannsóknir til að rannsaka kæliferilinn. Það sem lofar góðu er síðan skoðað með rannsóknum á tilraunamúsum. 

„Við notum eins fáar mýs og mögulegt er og hugsum mjög vel um þær. Það eru dýralæknir og dýrahjúkrunarfræðingar sem fylgjast með þeim. Við skiptumst Vísindasjóður Úthlutanir 2020 króna fjárfesting í framförum Markmið sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum 69 milljón krabb.is/visindasjodur svo á að heimsækja mýsnar. Þær eru pínulitlar, skemmtilegar og krúttlegar. Það er gaman að sinna þeim, hreinsa búrin og svona. Við tengjumst músunum sem hóp þó að við tengjumst ekki einstaka dýrum.“ 

Allar rannsóknir sem hlotið hafa styrki úr sjóðnum er að finna á krabb.is/visindasjodur

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður árið 2015 með það að markmiði að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum. Frá fyrstu úthlutun árið 2017 hafa 30 rannsóknir hlotið styrki að upphæð 227 milljónir króna.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.

 


Fleiri nýjar fréttir

Halla Þorvaldsdóttir

15. jan. 2022 : Dýrkeypt heimsóknabann

Þær aðstæður sem skapast af heimsóknarbanni gera fólki ókleift að vera saman í erfiðum aðstæðum og eru í raun óboðlegar og ómannúðlegar. Það getur haft víðtæk áhrif til lengri tíma litið bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Leita verður allra leiða til lausna meðan staðan er þessi og þar ríður á að fólk standi saman, sjúklingar, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk, gefist ekki upp gagnvart verkefninu heldur takist á við aðstæðurnar með þrautseigju en ekki síður útsjónarsemi að leiðarljósi. 

Lesa meira

14. jan. 2022 : Bláa Lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins um 3 milljónir

„Það er okkur sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er, hér eftir sem hingað til, afar mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn að halda utan um þær,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

Lesa meira

10. jan. 2022 : Doktorsvörn - Keratinocyte krabbamein á Íslandi: Faraldsfræði og lyfjanotkun

Þann 20. desember sl. varði Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Verkefnið byggði á gögnum Krabbameinsskrár. Unnið í samstarfi við Rannsókna- og Skráningarsetur Krabbameins­félagsins og var forstöðumaður setursins annar tveggja leiðbeinenda.

Lesa meira

5. jan. 2022 : Fundur með heilbrigðisráðherra um nýja dagdeild

Í morgun átti Krabbameinsfélagið góðan fund með nýjum heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórssyni og starfsmönnum ráðuneytisins. Á fundinum var farið stuttlega yfir starfsemi félagsins en meginefni fundarins var alvarlega staða á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala en aðstaða deildarinnar er óboðleg, fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. 

Lesa meira

5. jan. 2022 : Tölfræði um krabbamein uppfærð til ársins 2020

Á heimasíðu Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands (RSKÍ) má finna ýmsa tölfræði um krabbamein, undir Rannsóknir og skráning. Nýgengi, dánartíðni og lifun eru birt sem meðaltal 5 ára til að jafna út tilviljunarsveiflum sem eru algengar í hinu fámenna íslenska þýði. Þessi tölfræði er uppfærð árlega. Nýgengi og dánartíðni eru aldursstöðluð með norrænum aldursstaðli.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?