Sigurlaug Gissurardóttir 16. des. 2015

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins stofnaður

  • Jakob Jóhannsson læknir og fyrrv. formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins, Illugi Gunnarsson fyrrv. menntamálaráðherra, Ragnheiður Haraldsdóttir fyrrv. forstjóri Krabbameinsfélagsins og frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti Íslands

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður 16. desember 2015 með rúmlega 250 milljóna króna stofnfé. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Nánari upplýsingar um sjóðinn og stjórn hans eru hér að neðan.

Um 160 milljónir króna af stofnfé sjóðsins eru framlög sem Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess leggja til, en þar á meðal er hluti af söfnunarfé Krabbameinsfélagsins síðustu. Um 90 milljónir króna af stofnfé sjóðsins koma hins vegar úr tveimur eldri sjóðum sem hafa verið í vörslu Krabbameinsfélagsins en renna nú inn í hinn nýja vísindasjóð. Þetta eru sjóður Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna og minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson.

Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er að efla íslenskar vísindarannsóknir á  krabbameinum með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Í ljósi þess að hluti stofnframlags kemur úr sjóði Kristínar Björnsdóttur er sérstaklega tekið fram í stofnskrá hins nýja sjóðs að hann muni styrkja rannsóknir á krabbameinum í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna. Auk vaxta af stofnframlagi eru tekjur Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands minningargjafir, erfðagjafir og söfnunarfé auk áheita og annarra gjafa og framlaga.  Fyrirtæki og einstaklingar geta orðið styrktaraðilar sjóðsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, fagnar þeim tímamótum sem felast í stofnun sjóðsins.  „Ég vænti þess að það myndarlega stofnframlag sem sjóðnum er lagt til og sá vandaði rammi sem honum er búinn verði til þess að sem flestir leggi þessu mikilvæga málefni lið með fjárframlögum og öðrum stuðningi,“ segir Ragnheiður.  Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins, segir stofnun sjóðsins merkan áfanga sem náðst hafi fyrir tilstilli margra. „Tilkoma Vísindasjóðs felur í sér ný og þýðingarmikil tækifæri fyrir íslenska vísindamenn og mun hafa jákvæð áhrif á íslenska heilbrigðisþjónustu um ókomin ár,“ segir Jakob.

Stefán Eiríksson lögfræðingur er formaður stjórnar vísindasjóðsins en hún er tilnefnd af stjórn Krabbameinsfélags Íslands.  Stjórn sjóðsins mun auglýsa eftir umsóknum og annast styrkveitingar úr sjóðnum að fenginni umsögn Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins sem mun leggja mat á umsóknirnar. Miðað er við að auglýsingar um styrkveitingar verði birtar í febrúar ár hvert og að úthlutun úr sjóðnum fari fram í byrjun maí.

Stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands

Aðalmenn:

  • Stefán Eiríksson, formaður, sviðsstjóri verferðarsviðs Reykjavíkurborgar
  • Sigríður Gunnarsdóttir, varaformaður, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fv. forstjóri Actavis
  • Hermann Eyjólfsson, fjármálaráðgjafi
  • Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands
  • Magnús Pétursson, fv. ríkissáttasemjari
  • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Varamenn:

  • Anna Kristín Jónsdóttir, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu
  • Árni Þór Árnason, fv. forstjóri Austurbakka
  • Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítala
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfr. Heilbrigðisstofnun Vesturlands
  • Sigurður B. Stefánsson, fv. framkvæmdastjóri VÍB hf.

Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?