Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. okt. 2019

Vilt þú vera vinkona og vinna dekur í Bláa lóninu?

Ein heppin vinkona verður dregin út og fær dekur í Retreat Spa og óvissuferð á Lava Restaurant fyrir sex.

Fimmtudaginn 31. október verður dregið í Vinkonuklúbbi Krabbameinsfélagsins og hlýtur ein heppin vinkona vegleg verðlaun í Bláa lónið fyrir sig og fimm til viðbótar. Í Vinkonuklúbbi Krabbameinsfélagsins í ár er lögð áhersla á að stuðningur skiptir máli, enda eru einkennisorð Bleiku slaufunnar í ár „Mundu að þú ert ekki ein.“

„Í fyrra fengum við vinkonur í lið með okkur til að auka þátttöku í skimun og það gekk ótrúlega vel. Þáttakan í ár er mun betri en hún var í fyrra og við þökkum það meðal annars vinkonuhópum. Nú leggjum við áherslu á stuðning og munum senda fræðslumola til allra vinkvenna í klúbbnum 3-4 sinnum á ári,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Mundu að þú ert ekki ein, komdu í Vinkonuklúbb Krabbameinsfélagsins

Með því að skrá þig í klúbbinn ertu liðsmaður okkar í baráttunni gegn krabbameinum og þiggur boð um hagnýtan fróðleik og upplýsingar um viðburði sem við hvetjum þig til að deila sem víðast. Við sendum öllum vinkonum tölvupóst með fræðslu um það bil ársfjórðungslega.

Ein heppin vinkona fær vinning frá Bláa lóninu: Dekur í Retreat Spa fyrir sex og óvissuferð á Lava Restaurant, veitingastað Bláa Lónsins. Þær sem vilja eiga möguleika á þessum flotta vinningi þurfa að skrá sig í klúbbinn í síðasta lagi kl. 12:00, fimmtudaginn 31. október 2019. Síðar þann dag verður dregið úr innsendingum og haft samband við vinningshafa.

Að sjálfsögðu verður áfram hægt að skrá sig í Vinkonuklúbbinn þótt þessum leik ljúki þann 31. október.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?