Guðmundur Pálsson 14. okt. 2021

VERUM TIL - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna,Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Um 235 konur greinast að meðaltali með brjóstakrabbamein á hverju ári. Meðalaldur við geiningu er 62 ár. Það má búast við að um það bil ein af hverjum tíu konum greinist einhvern tíma á ævinni með sjúkdóminn. Um 50 deyja að meðaltali á hverju ári. Rúmlega 3.400 konur eru á lífi sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum.

Horfur eftir greiningu brjóstakrabbameins hér á landi hafa verið mjög góðar en nú eru vísbendingar um að Ísland sé að dragast aftur úr miðað við hin Norðurlöndin.

Málþingið fer fram 20. október kl.17:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 1. hæð.

Dagskrá

  • Setning: Brynja Björk Gunnarsdóttir formaður Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna
  • Horfur íslenskra kvenna með brjóstakrabbamein: Helgi Birgisson yfirlæknir á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins
  • Gæðaskráning – hagur krabbameinsgreindra: Hrefna Stefánsdóttir sérfræðingur á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins
  • Brjóstaheilsa á tímamótum – Brjóstakrabbamein, mikilvægi skimunar og reynsla erlendis: Ólöf Kristjana Bjarnadóttir krabbameinslæknir á Landspítalanum
  • Brjóstaheilsa á tímamótum – Sjúkdómar í brjóstum / Aðgengi að sérfræðingsþjónustu og framtíðarsýn: Svanheiður Lóa Rafnsdóttir brjóstaskurðlæknir á Landspítalanum
  • Reynslusaga: Lára Guðrún Jóhönnudóttir
  • Umræður

Fundarstjóri: Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja

Málþinginu verður streymt í streymisveitu Krabbameinsfélagsins á slóðinni: livestream.com/krabb/verumtil

Þeir sem vilja vera á staðnum eru beðnir um að skrá sig hér.


Fleiri nýjar fréttir

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Egils Þórs Jónssonar

Egill Þór telur að hann væri ekki á lífi ef hann hefði þagað í gegnum sína meðferð og hvetur alla til að sækja sér alla þá hjálp sem í boði er, nýta sér stuðningsfélögin sem eru að styðja við þá sem greinast. Jafningjastuðningur hafi verið honum afar mikilvægur, að finna fyrir sterkri tengingu við einhvern sem búinn var að ganga í gegnum það sama og hann var að ganga í gegnum í fyrsta sinn, hafi verið ómetanlegt.

Lesa meira

22. mar. 2024 : Gleðilegan Mottudag

Mottumars nær hámarki í dag, föstudaginn 22. mars, þegar Mottudagurinn er haldinn hátíðlegur. Krabbameinsfélagið hvetur alla landsmenn, konur og karla, til að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni, vinum og vinnufélögum og vekja þannig athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?