Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Velunnarar Krabbameinsfélagsins styðja við mikilvæga þjónustu um land allt

Velunnarar Krabbameinsfélagsins taka þátt í baráttunni gegn krabbameini með mánaðarlegum framlögum og styrkja meðal annars fjölbreyttar rannsóknir. 

Auk þess styrkja Velunnarar fræðslu og forvarnir, endurgjaldslausa ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. 

Stuðningur Velunnara hefur einnig gert það að verkum að nú getur Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins verið með starfmenn á fjórum stöðum á landsbyggðinni á Akureyri, Austurlandi, Selfossi og Suðurnesjum auk þjónustuskrifstofa. 

Velunnarar styðja einnig við ýmsa starfsemi aðildarfélaganna á landsbyggðinni - hér eru nokkur dæmi um verkefni sem njóta stuðnings í ár: 

 • Iðjuþjálfi hjá Krabbameinsfélaginu í Skagafirði 
 • Viðtöl og sálgæsla hjúkrunarfræðings hjá Krabbameinsfélaginu á Suðurnesjum
 • Gerð fræðsluefnis um blöðru- hálskirtilskrabbamein hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins 
 • Námskeiðið Fjölskyldusamvera fyrir börn og unglinga á aldrinum 5-15 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga náinn aðstandanda með krabbamein eða hafa misst náinn aðstandanda úr krabbameini hjá Krabbameinsfélagið Akureyrar og nágrennis 
 • Heilsuefling með golfnámskeiði í samstarfi við Golfklúbbinn á Selfossi hjá Krabbameinsfélagið Árnessýslu. 
 • Jóganámskeið fyrir krabbameinsgreinda hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu. 
 • Núvitundarnámskeið með áherslu á þreytu, orkuleysi og verki hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. 
 • Ýmis fræðsla og fyrirlestrar á vegum Krabbameinsfélagsins á Suðurnesjum. 
 • Hvíldarhelgi á Eiðum fyrir krabbameinsgreinda. 
 • Heimasíðugerð hjá Krabbameinsfélaginu Sigurvon og Krabbameinsfélagi Árnessýslu. 
 • 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna. 
 • Starfsmaður hjá stuðningsfélaginu Framför til að efla tengsl við karla sem greinst hafa með blöðruhálskrabbamein og gerð fræðsluefnis.

  Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.

Fleiri nýjar fréttir

30. jún. 2022 : Veglegur stuðningur Velunnara Krabba­meins­félagsins við starfið á lands­byggðinni

Velunnarasjóður hefur úthlutað rúmlega 26 milljónum til aðildarfélaga það sem af er árinu.

Lesa meira

28. jún. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár: Heildar­verkið lítur dagsins ljós!

Krabbameinsfélagið fagnaði 70 ára afmæli sínu með ýmsum hætti á afmælisárinu sem lauk formlega í gær, mánudaginn 27. júní.

Lesa meira

28. jún. 2022 : „Kær­leik­urinn, hlátur­inn og sam­hugur­inn stækkaði hjarta mitt”

Frásögn Guðnýjar Hansen sem tók þátt í verkefninu „Kastað til bata” í byrjun mánaðarins.

Lesa meira

21. jún. 2022 : Reykja­víkur­mara­þon 2022: „Ég hleyp af því ég get það”

Nú verður hlaupið til góðs á ný eftir nokkurt hlé - loksins! Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Lesa meira

20. jún. 2022 : Sumarhappdrætti 2022: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 268 talsins að verðmæti ríflega 53 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?