Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. sep. 2019

Vel heppnaður Velunnaradagur að baki

Síðastliðinn miðvikudag var opið hús í Krabbameinsfélaginu og þá var Velunnurum boðið í heimsókn í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8. 

Velunnarar eru þeir sem styðja félagið með mánaðarlegu fjárframlagi og gera því þannig kleift að halda úti fjölbreyttri starfsemi.

„Þetta eru máttarstólpar Krabbameinsfélagsins og Velunnurum verður seint fullþakkaður stuðningurinn,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins: “Það var einstaklega gaman að sjá og hitta marga þeirra í eigin persónu í opna húsinu. Fólk sýndi mikinn áhuga og margir höfðu á orði að það leyndi sér ekki að starfsmenn brynnu fyrir því sem þeir væru að gera. Já, og fólk var almennt hissa á því hvað starfsemin væri fjölbreytt. Við hlökkum til að bjóða fleiri Velunnara velkomna í opið hús að ári.“

Helstu verkefni Krabbameinsfélagsins

Krabbameinsfélagi Íslands er ekkert óviðkomandi sem snýr að krabbameinum og er málsvari þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Félagið er byggt upp af 30 aðildar- og svæðafélögum um allt land og stuðningshópum sjúklinga. Meðal markmiða þess er að stuðla að aukinni þekkingu og menntun um krabbamein og krabbameinsvarnir. Á síðustu þremur árum hefur 160 milljónum króna verið úthlutað til rannsókna á krabbameinum. Félagið rekur Leitarstöð fyrir stjórnvöld sem skimar fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum og hefur lagt mikla undirbúningsvinnu í skimun fyrir ristilkrabbameini. Ókeypis ráðgjöf og stuðningur er veittur krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra hjá Ráðgjafarþjónustu félagsins, sem einnig stendur fyrir námskeiðum og fyrirlestrum og veitir upplýsingar um réttindamál sjúklinga. Í Reykjavík rekur félagið 8 íbúðir fyrir krabbameinsgreinda af landsbyggðinni sem þurfa að sækja meðferð eða rannsóknir í borginni.

Krabbameinsfélagið vinnur að bættum réttindum krabbameinsgreindra. Eftir áralangan þrýsting á stjórnvöld var krabbameinsáætlun loks samþykkt á árinu sem vænta má að verði forsenda margra framfaraskrefa í málaflokknum á næstunni.


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?