Björn Teitsson 24. feb. 2021

Leiðrétting vegna frétta um biðtíma leghálssýna

Biðtími eftir niðurstöðum leghálssýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins varð lengstur átta vikur en ekki fjórir mánuðir. 

Bæði RÚV og Fréttablaðið hafa tekið til umfjöllunar fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur á Alþingi 23. febrúar um greiningu á leghálssýnum og tafir á niðurstöðum þeirra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þar að svartíminn hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hafi á tímabilum verið upp í fjóra mánuði.

Af þessu tilefni vill Krabbameinsfélagið ítreka að biðtími eftir niðurstöðum úr leghálsskimun varð lengstur átta vikur í fyrrahaust, og heyrði til undantekninga. Aðgerðir til að auka þátttöku kvenna í skimunum skiluðu árangri og komum kvenna í skimanir fjölgaði mjög milli áranna 2018 og 2019. Sá árangur hélst árið 2020, ef tillit er tekið til áhrifa af Covid-19 og fyrirhuguðum flutningi skimana. Þannig var september 2020 til að mynda metmánuður, sé miðað við fjölda kvenna sem kom í Leitarstöðina í leghálsskimun.

Krabbameinsfélagið tekur undir með heilbrigðisráðherra, að nú skiptir öllu að byggja aftur upp traust kvenna á skimunum. Þær eru gríðarlega mikilvæg forvarnaraðgerð sem eiga stóran þátt í að Ísland er í fremstu röð í heiminum varðandi leghálskrabbamein. Árangurinnbyggist á þátttöku kvenna.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?