Björn Teitsson 24. feb. 2021

Leiðrétting vegna frétta um biðtíma leghálssýna

Biðtími eftir niðurstöðum leghálssýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins varð lengstur átta vikur en ekki fjórir mánuðir. 

Bæði RÚV og Fréttablaðið hafa tekið til umfjöllunar fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur á Alþingi 23. febrúar um greiningu á leghálssýnum og tafir á niðurstöðum þeirra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þar að svartíminn hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hafi á tímabilum verið upp í fjóra mánuði.

Af þessu tilefni vill Krabbameinsfélagið ítreka að biðtími eftir niðurstöðum úr leghálsskimun varð lengstur átta vikur í fyrrahaust, og heyrði til undantekninga. Aðgerðir til að auka þátttöku kvenna í skimunum skiluðu árangri og komum kvenna í skimanir fjölgaði mjög milli áranna 2018 og 2019. Sá árangur hélst árið 2020, ef tillit er tekið til áhrifa af Covid-19 og fyrirhuguðum flutningi skimana. Þannig var september 2020 til að mynda metmánuður, sé miðað við fjölda kvenna sem kom í Leitarstöðina í leghálsskimun.

Krabbameinsfélagið tekur undir með heilbrigðisráðherra, að nú skiptir öllu að byggja aftur upp traust kvenna á skimunum. Þær eru gríðarlega mikilvæg forvarnaraðgerð sem eiga stóran þátt í að Ísland er í fremstu röð í heiminum varðandi leghálskrabbamein. Árangurinnbyggist á þátttöku kvenna.


Fleiri nýjar fréttir

KRA_MM2020_krabb-is_banner-hreyfing_1000x538_at2x

8. apr. 2021 : Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Lesa meira
Silla

7. apr. 2021 : „Þetta er ekki aðeins til hins verra.“ Jens Pétur Jensen í Segðu mér á Rás 1

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu. 

Lesa meira
Skógarhlíð

6. apr. 2021 : Covid-19 og nýgengi krabbameina - grein í Læknablaðinu

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins má finna grein sem er meðal annarra skrifuð af sérfræðingum sem starfa við rannsókna -og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Screen-Shot-2021-03-31-at-11.18.46

31. mar. 2021 : Mataræði skiptir máli - frábær Mexíkó-fiskréttur frá Sigurveigu

Sigurveig Káradóttir er landsþekkt fyrir fádæma góðan smekk og tilþrif við matreiðslu. Hún var svo væn að leyfa okkur að fá afar girnilega uppskrift að Mexíkó-fiskrétti sem væri frábær á föstudaginn langa. 

Lesa meira

28. mar. 2021 : Kastað í lag til stuðnings starfi Krabba­meins­félagsins

„Mig langar til að láta gott af mér leiða og leggja mitt af mörkum til að styðja öflugt starf Krabbameinsfélagsins“ segir Kristján R. Guðnason sem var að gefa út lagið „Lífsins ljós” sem tileinkað er félaginu og starfi þess.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?