Guðmundur Pálsson 26. jan. 2018

Veglegur styrkur til námskeiðahalds frá Soropt­imista­klúbbi Reykja­víkur

  • (f.v.) Anna Þórðardóttir og Þórunn Lárusdóttir frá Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur, Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri KÍ og Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðukona Ráðgjafarþjónustu KÍ.

Nýlega var Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins færður veglegur styrkur frá Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur. 

Anna Þórðardóttir formaður klúbbsins og Þórunn Lárusdóttir komu og færðu félaginu 1.900.000 kr. sem var ágóðinn af samkomunni Góðgerði sem haldinn var 16.mars 2017. 

Styrkurinn er ætlaður til námskeiðahalds fyrir konur sem hafa fengið krabbamein og ungmenni sem hafa misst aðstandendur úr krabbameini. Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins tók á móti styrknum og þakkaði fyrir ómetanlegan stuðning við starf félagsins. 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?