Guðmundur Pálsson 26. jan. 2018

Veglegur styrkur til námskeiðahalds frá Soropt­imista­klúbbi Reykja­víkur

  • (f.v.) Anna Þórðardóttir og Þórunn Lárusdóttir frá Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur, Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri KÍ og Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðukona Ráðgjafarþjónustu KÍ.

Nýlega var Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins færður veglegur styrkur frá Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur. 

Anna Þórðardóttir formaður klúbbsins og Þórunn Lárusdóttir komu og færðu félaginu 1.900.000 kr. sem var ágóðinn af samkomunni Góðgerði sem haldinn var 16.mars 2017. 

Styrkurinn er ætlaður til námskeiðahalds fyrir konur sem hafa fengið krabbamein og ungmenni sem hafa misst aðstandendur úr krabbameini. Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins tók á móti styrknum og þakkaði fyrir ómetanlegan stuðning við starf félagsins. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?