Guðmundur Pálsson 30. jún. 2022

Veglegur stuðningur Velunnara Krabba­meins­félagsins við starfið á lands­byggðinni

Velunnarasjóður hefur úthlutað rúmlega 26 milljónum til aðildarfélaga það sem af er árinu.

Aðild að Krabbameinsfélagi Íslands eiga 26 félög. Flest þeirra eru svæðafélög sem starfa á ákveðnum svæðum á landsbyggðinni og styðja við einstaklinga sem þar eru búsettir eða félög sem tengjast ákveðnum sjúkdómum eða aldurshópum og styðja við fólk með þá sjúkdóma og aðstandendur. Aðildarfélögin geta á hverju ári sent inn óskir um hlutdeild í framlögum Velunnara, mánaðarlegra styrktaraðila Krabbameinsfélagsins fyrir verkefnum sem þau vilja vinna að til þess að styðja við sitt fólk. Hingað til í ár nemur hlutdeild aðildarfélaganna 26,5 milljónum og þeim peningum verður varið til að efla starf félaganna fyrir sína skjólstæðinga.

Verkefni félaganna eru fjölbreytt en öll snúast þau um að styðja við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra með einhverjum hætti. Efling starfs stuðningshópa, námskeiðahald, endurhæfing eftir meðferð, ýmis konar fræðsla og fyrirlestrar eru dæmi verkefni sem notið hafa styrks Velunnarasjóðs.

Fimm aðildarfélaganna reka þjónustuskrifstofur með fastan opnunartíma. Þangað getur fólk leitað eftir ráðgjöf og stuðningi. Framlög Velunnara Krabbameinsfélagsins standa undir helmingi rekstrarkostnaðar skrifstofanna.

Mánaðarlegur stuðningur þeirra rúmlega 19.000 einstaklinga og fyrirtækja sem eru Velunnarar er forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins, aðildarfélaga þess og stuðningshópa. Með ykkur getum við gert svo mikið meir.

 


Fleiri nýjar fréttir

19. ágú. 2022 : Enn styrkist þekkingargrunnurinn sem undirstrikar mikilvægi forvarna gegn krabbameinum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í Lancet tímaritinu í vikunni benda til þess að í næstum helmingi tilfella dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja orsök meinanna til áhættuþátta sem koma mætti í veg fyrir. Á meðal þessara áhættuþátta eru þeir þrír helstu tóbaksreykingar, áfengisneysla og of mikil líkamsþyngd.

Lesa meira
Gunnar Ármannsson hlaupari

18. ágú. 2022 : Heilsufarsávinningur fyrir þig og leið til að styðja góð málefni - það gerist varla betra!

Í gegnum áratugina hefur Reykjavíkurmaraþonið verið hvati margra til að fara að stunda regluleg hlaup og göngur sem er sannarlega frábært því að þeir sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á krabbameinum og fjölda annarra sjúkdóma.

Lesa meira

10. ágú. 2022 : Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Lesa meira

9. ágú. 2022 : Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið endurnýja þjónustusamning um Krabbameinsskrá

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það mikið ánægjuefni að gengið hafi verið frá áframhaldandi samkomulagi um rekstur skrárinnar sem hefur verið starfrækt hjá félaginu af mikilli fagmennsku í nærri 70 ár. Það er trú okkar að með því að hún sé hluti af Rannsókna- og skráningarsetri félagsins séu bæði gæði og hagnýting skrárinnar sem best tryggð“ segir Halla.

Lesa meira

12. júl. 2022 : Slökkviliðsstörf eru krabbameinsvaldandi

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC), hefur breytt hættu­flokk­un starfs slökkviliðsmanna í staðfest krabba­meinsvald­andi varðandi krabbamein í fleiðru og krabbamein í þvagblöðru.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?