Guðmundur Pálsson 30. jún. 2022

Veglegur stuðningur Velunnara Krabba­meins­félagsins við starfið á lands­byggðinni

Velunnarasjóður hefur úthlutað rúmlega 26 milljónum til aðildarfélaga það sem af er árinu.

Aðild að Krabbameinsfélagi Íslands eiga 26 félög. Flest þeirra eru svæðafélög sem starfa á ákveðnum svæðum á landsbyggðinni og styðja við einstaklinga sem þar eru búsettir eða félög sem tengjast ákveðnum sjúkdómum eða aldurshópum og styðja við fólk með þá sjúkdóma og aðstandendur. Aðildarfélögin geta á hverju ári sent inn óskir um hlutdeild í framlögum Velunnara, mánaðarlegra styrktaraðila Krabbameinsfélagsins fyrir verkefnum sem þau vilja vinna að til þess að styðja við sitt fólk. Hingað til í ár nemur hlutdeild aðildarfélaganna 26,5 milljónum og þeim peningum verður varið til að efla starf félaganna fyrir sína skjólstæðinga.

Verkefni félaganna eru fjölbreytt en öll snúast þau um að styðja við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra með einhverjum hætti. Efling starfs stuðningshópa, námskeiðahald, endurhæfing eftir meðferð, ýmis konar fræðsla og fyrirlestrar eru dæmi verkefni sem notið hafa styrks Velunnarasjóðs.

Fimm aðildarfélaganna reka þjónustuskrifstofur með fastan opnunartíma. Þangað getur fólk leitað eftir ráðgjöf og stuðningi. Framlög Velunnara Krabbameinsfélagsins standa undir helmingi rekstrarkostnaðar skrifstofanna.

Mánaðarlegur stuðningur þeirra rúmlega 19.000 einstaklinga og fyrirtækja sem eru Velunnarar er forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins, aðildarfélaga þess og stuðningshópa. Með ykkur getum við gert svo mikið meir.

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?