Guðmundur Pálsson 30. jún. 2022

Veglegur stuðningur Velunnara Krabba­meins­félagsins við starfið á lands­byggðinni

Velunnarasjóður hefur úthlutað rúmlega 26 milljónum til aðildarfélaga það sem af er árinu.

Aðild að Krabbameinsfélagi Íslands eiga 26 félög. Flest þeirra eru svæðafélög sem starfa á ákveðnum svæðum á landsbyggðinni og styðja við einstaklinga sem þar eru búsettir eða félög sem tengjast ákveðnum sjúkdómum eða aldurshópum og styðja við fólk með þá sjúkdóma og aðstandendur. Aðildarfélögin geta á hverju ári sent inn óskir um hlutdeild í framlögum Velunnara, mánaðarlegra styrktaraðila Krabbameinsfélagsins fyrir verkefnum sem þau vilja vinna að til þess að styðja við sitt fólk. Hingað til í ár nemur hlutdeild aðildarfélaganna 26,5 milljónum og þeim peningum verður varið til að efla starf félaganna fyrir sína skjólstæðinga.

Verkefni félaganna eru fjölbreytt en öll snúast þau um að styðja við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra með einhverjum hætti. Efling starfs stuðningshópa, námskeiðahald, endurhæfing eftir meðferð, ýmis konar fræðsla og fyrirlestrar eru dæmi verkefni sem notið hafa styrks Velunnarasjóðs.

Fimm aðildarfélaganna reka þjónustuskrifstofur með fastan opnunartíma. Þangað getur fólk leitað eftir ráðgjöf og stuðningi. Framlög Velunnara Krabbameinsfélagsins standa undir helmingi rekstrarkostnaðar skrifstofanna.

Mánaðarlegur stuðningur þeirra rúmlega 19.000 einstaklinga og fyrirtækja sem eru Velunnarar er forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins, aðildarfélaga þess og stuðningshópa. Með ykkur getum við gert svo mikið meir.

 


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?