Guðmundur Pálsson 16. apr. 2019

Veg­legur stuðn­ingur Krabba­meins­félags­ins gerir draum að veru­leika

  • Frá vinstri: Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands, Alma D. Möller, Landlæknir, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala og Árni Einarsson, formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.

Með þróun rafrænnar samskiptalausnar fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferð á Landspítala verður öryggi þeirra og þátttaka í meðferð aukin, um leið og aðgengi þeirra að upplýsingum og samskipti við heilbrigðisstarfsfólk verða auðveldari.

Rafræna samskiptalausnin er samstarfsverkefni Landspítala, Embættis Landlæknis, Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og hefur þann tilgang  að bjóða sjúklingum og aðstandendum þeirra þjónustu á öruggu vefsvæði til þess að styðja við þá í veikindaferlinu. Samskiptalausnin gefur einnig meðferðarteymi sjúklingsins yfirlit yfir líðan hans og þarfir. Samstarf þessara aðila og veglegur fjárstuðningur Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins gerir kleift að hrinda verkefninu í framkvæmd. Stjórn verkefnisins er í höndum Kristínar Skúladóttir hjúkrunarfræðings og verkefnisstjórnar.

Samskiptalausnin verður útfærð í Heilsuveru og í rafrænum sjúkraskrárkerfum spítalans, og er í takt við sýn Landspítala um þátttöku sjúklinga og aðstandenda í meðferð. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæðan árangur sambærilegra verkefna, bæði fyrir sjúklinginn og fyrir heilbrigðis-kerfið. Sambærilegar lausnir hafa verið þróaðar í rannsóknarumhverfi og sérlausnum víða um heim en ekki í þeirri mynd sem verið er að vinna að hér, þar sem til stendur að vinna lausnina í takt við kerfi sem eru í notkun á Íslandi nú þegar.

Upphafleg þarfagreining þessa verkefnis sem var fyrst kynnt árið 2015, var unnin af Nönnu Friðriksdóttur sérfræðingi í krabbameinshjúkrun og Lilju Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðingi og verkefnisstjóra. Langþráður draumur er nú orðinn að veruleika.

Öll starfsemi Krabbameinsfélagins byggir á fjárframlögum einstaklinga og fyrirtækja. Velunnarar félagsins, viðskiptavinir netverslunar og aðrir stuðningsaðilar sem leggja baráttunni gegn krabbameini lið, gera Krabbameinsfélaginu mögulegt að styðja með jafn myndarlegum hætti við rannsóknir og frumkvöðlaverkefni af þessu tagi – landsmönnum öllum til heilla.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?