Guðmundur Pálsson 16. apr. 2019

Veg­legur stuðn­ingur Krabba­meins­félags­ins gerir draum að veru­leika

  • Frá vinstri: Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands, Alma D. Möller, Landlæknir, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala og Árni Einarsson, formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.

Með þróun rafrænnar samskiptalausnar fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferð á Landspítala verður öryggi þeirra og þátttaka í meðferð aukin, um leið og aðgengi þeirra að upplýsingum og samskipti við heilbrigðisstarfsfólk verða auðveldari.

Rafræna samskiptalausnin er samstarfsverkefni Landspítala, Embættis Landlæknis, Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og hefur þann tilgang  að bjóða sjúklingum og aðstandendum þeirra þjónustu á öruggu vefsvæði til þess að styðja við þá í veikindaferlinu. Samskiptalausnin gefur einnig meðferðarteymi sjúklingsins yfirlit yfir líðan hans og þarfir. Samstarf þessara aðila og veglegur fjárstuðningur Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins gerir kleift að hrinda verkefninu í framkvæmd. Stjórn verkefnisins er í höndum Kristínar Skúladóttir hjúkrunarfræðings og verkefnisstjórnar.

Samskiptalausnin verður útfærð í Heilsuveru og í rafrænum sjúkraskrárkerfum spítalans, og er í takt við sýn Landspítala um þátttöku sjúklinga og aðstandenda í meðferð. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæðan árangur sambærilegra verkefna, bæði fyrir sjúklinginn og fyrir heilbrigðis-kerfið. Sambærilegar lausnir hafa verið þróaðar í rannsóknarumhverfi og sérlausnum víða um heim en ekki í þeirri mynd sem verið er að vinna að hér, þar sem til stendur að vinna lausnina í takt við kerfi sem eru í notkun á Íslandi nú þegar.

Upphafleg þarfagreining þessa verkefnis sem var fyrst kynnt árið 2015, var unnin af Nönnu Friðriksdóttur sérfræðingi í krabbameinshjúkrun og Lilju Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðingi og verkefnisstjóra. Langþráður draumur er nú orðinn að veruleika.

Öll starfsemi Krabbameinsfélagins byggir á fjárframlögum einstaklinga og fyrirtækja. Velunnarar félagsins, viðskiptavinir netverslunar og aðrir stuðningsaðilar sem leggja baráttunni gegn krabbameini lið, gera Krabbameinsfélaginu mögulegt að styðja með jafn myndarlegum hætti við rannsóknir og frumkvöðlaverkefni af þessu tagi – landsmönnum öllum til heilla.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?