Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 22. okt. 2018

Útdrætti á heppnum vinkonuhópi frestað

Misskilningur um að skráning vinkonuhópa færi fram á Facebook.

„Við þökkum konum á Íslandi fyrir ótrúleg viðbrögð við skráningu vinkonuhópa á bleikaslaufan.is. Það er greinilegt að skimun fyrir krabbameinum skiptir þær miklu máli enda stendur málefnið mörgum nærri,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagi Íslands. 

Með skráningu á bleikaslaufan.is fá vinkonuhópar reglulega senda fræðslu um forvarnir fyrir krabbameinum og hvatningu til að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Í dag kl 17:00 stóð til að draga út einn heppinn vinkonuhóp sem fær 300 þúsund króna ferðaávísun frá Heimsferðum í vinning. 

„Hins vegar virðast einhverjir hafa misskilið skráninguna og talið að hún færi fram með ummælum á Facebook. Við ákváðum því að fresta útdrætti til að gefa þeim hópum færi á að skrá sig á bleikaslaufan.is og eiga þannig möguleika á að hreppa þennan rausnarlega ferðavinning frá Heimsferðum,“ segir Halla.

Lokað verður fyrir skráningu föstudaginn 26. október klukkan 10:00 og einn heppinn vinkonuhópur verður dreginn út í beinni útsendingu á á Facebook síðu Bleiku slaufunnar kl 11:00.

Október er Bleiki mánuður Krabbameinsfélagsins og þá leggur félagið áherslu á vitundarvakningu um krabbamein hjá konum. Í Bleiku slaufunni í ár var lögð sérstök áhersla á mikilvægi vinkonuhópa þegar kemur að hvatningu um að mæta í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. ​

Myndin er frá  ljósmyndasýningu Bleiku slaufunnar þar sem tólf konur segja sögu sína af því að hafa fengið brjósta- eða leghálskrabbamein og hversu miklu máli hvatning og stuðningur vinahópsins skipti. 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?