Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 22. okt. 2018

Útdrætti á heppnum vinkonuhópi frestað

Misskilningur um að skráning vinkonuhópa færi fram á Facebook.

„Við þökkum konum á Íslandi fyrir ótrúleg viðbrögð við skráningu vinkonuhópa á bleikaslaufan.is. Það er greinilegt að skimun fyrir krabbameinum skiptir þær miklu máli enda stendur málefnið mörgum nærri,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagi Íslands. 

Með skráningu á bleikaslaufan.is fá vinkonuhópar reglulega senda fræðslu um forvarnir fyrir krabbameinum og hvatningu til að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Í dag kl 17:00 stóð til að draga út einn heppinn vinkonuhóp sem fær 300 þúsund króna ferðaávísun frá Heimsferðum í vinning. 

„Hins vegar virðast einhverjir hafa misskilið skráninguna og talið að hún færi fram með ummælum á Facebook. Við ákváðum því að fresta útdrætti til að gefa þeim hópum færi á að skrá sig á bleikaslaufan.is og eiga þannig möguleika á að hreppa þennan rausnarlega ferðavinning frá Heimsferðum,“ segir Halla.

Lokað verður fyrir skráningu föstudaginn 26. október klukkan 10:00 og einn heppinn vinkonuhópur verður dreginn út í beinni útsendingu á á Facebook síðu Bleiku slaufunnar kl 11:00.

Október er Bleiki mánuður Krabbameinsfélagsins og þá leggur félagið áherslu á vitundarvakningu um krabbamein hjá konum. Í Bleiku slaufunni í ár var lögð sérstök áhersla á mikilvægi vinkonuhópa þegar kemur að hvatningu um að mæta í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. ​

Myndin er frá  ljósmyndasýningu Bleiku slaufunnar þar sem tólf konur segja sögu sína af því að hafa fengið brjósta- eða leghálskrabbamein og hversu miklu máli hvatning og stuðningur vinahópsins skipti. 


Fleiri nýjar fréttir

2. okt. 2023 : Takk fyrir samveruna og stuðninginn

Það er óhætt að segja að gleði, samhugur og samstaða hafi ráðið ríkjum á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem haldinn var í Þjóðleikhúsinu þann 28. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Verum bleik - fyrir okkur öll

Í dag, föstudaginn 29. september, hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að mikilvægi samstöðunnar og bleika litarins sem tákns um hana.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?