Ása Sigríður Þórisdóttir 1. mar. 2022

Upp með sokkana – þú ert eldri en þú heldur

  • Farmers market

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum, hefst formlega í dag 1. mars.  Í Mottumars tökum við höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og öflum fjár fyrir mikilvægri starfsemi. Minnum karlmenn sérstaklega á að kynna sér og þekkja hvaða einkenni geta bent til krabbameins og hvetjum þá til að leita fljótt til læknis verði þeir varir við einkenni.

Við missum árlega 320 feður, afa, bræður, syni og vini úr krabbameinum, þrátt fyrir að lífshorfur hafi batnað mikið. Fyrir 40 árum lifðu 25% karla sem greindust með krabbamein í fimm ár eða lengur eftir greiningu en nú geta 70% karla vænst þess að lifa svo lengi eða lengur.

„Við viljum ná enn betri árangri og með samhentu átaki getum við það“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Slagorð Mottumars í ár er þú ert eldri en þú heldur og byggir á því sem margir karlar geta líklega tekið undir - nefnilega það að upplifa að þeir séu enn það ungir að þeir þurfi ekki að gefa heilsufarinu sérstaklega gaum. Allir ættu þó að þekkja einkenni sem geta bent til krabbameins og sérstaklega ættu karlmenn í kringum fimmtugt og eldri að vera vakandi fyrir þeim og bregðast við ef þeirra verður vart því líkurnar á að greinast með krabbamein aukast eftir því sem aldurinn hækkar.

Farðu til læknis ef þú ert með einkenni

Ný rannsókn Krabbameinsfélagsins leiddi í ljós að almennt leituðu karlar seinna til læknis en konur og 14% karla hittu ekki lækni fyrr en meira en ári eftir að einkenna varð vart. Því fyrr sem krabbamein greinast því betri eru batahorfur.
Finndu hjartað í sokkunum

Mottumarssokkarnir í ár eru einstaklega fallegir

Við hönnun Mottumarssokkana í ár nutum við liðsinnis hins landsþekkta hönnunarfyrirtækis Farmers Market sem hjónin Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og Jóel Pálsson tónlistarmaður stofnuðu árið 2005. Sokkarnir eru einstaklega fallegir, prýddir símynstri sem hannað er með tilvísun í norræna arfleifð og vísar í mynstur í prjóni, vefnaði og útsaumi frá fyrri tímum. Ef vel er að gáð má sjá að í eyðunum leynist annað mynstur - hjörtu sem kallast skemmtilega á við hin norrænu stef.

Öll starfsemi Krabbameinsfélagsins byggist á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja í landinu.

 


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?