Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 6. feb. 2019

Unnu bíl í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins

Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir á Selfossi er heppinn greiðandi miða í jólahappdrætti Krabbameins­félagsins 2018. Hún fékk nýlega afhentan nýjan sjálfskiptan Peugeot 3008 Allure, að andvirði um 4,5 milljóna króna. Þetta var einn af 286 skattfrjálsum vinningum í happdrættinu. 

„Þetta er í fyrsta sinn sem við eignumst nýjan bíl og maður á ekki orð yfir það hvað maður er heppinn. Það rignir hreinlega yfir mann hamingjuóskum,“ segir Sonja um vinninginn og bætir við að hún hafi átt erfitt með að trúa því að hún hafi unnið þegar hringt var í hana: „Við leigðum einmitt svona bíl þegar við vorum á ferðalagi í útlöndum síðasta sumar og höfðum oft á orði í ferðinni hvað við værum hrifin af honum.“

Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, sem sér um happdrættið, segir að greiðendur miða á Suðurlandi hafi verið mjög heppnir í útdrættinum, en þeir voru um fjórðungur vinningshafa.

Tekjum af happdrætti Krabbameinsfélagsins hefur fyrst og fremst verið varið til fræðslu um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfu fræðslurita og stuðnings við krabbameinssjúklinga. Stuðningur við happdrættið hefur gert félaginu kleift að halda uppi öflugu fræðslustarfi í þágu þjóðarinnar. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með framkvæmd og rekstri happ­drættis Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið vill þakka landsmönnum fyrir góðan stuðning í jólahappdrættinu, óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með vinningana og starfsfólki bílaumboðins Brimborgar fyrir sérlega gott samstarf.

Við afhendingu vinningsins. Á myndinni eru frá hægri, Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, Benný Ósk Harðardóttir sölustjóri hjá Brimborg, vinningshafinn Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir og eiginmaður hennar Matthías Bjarnason. 

 


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?