Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 6. feb. 2019

Unnu bíl í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins

Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir á Selfossi er heppinn greiðandi miða í jólahappdrætti Krabbameins­félagsins 2018. Hún fékk nýlega afhentan nýjan sjálfskiptan Peugeot 3008 Allure, að andvirði um 4,5 milljóna króna. Þetta var einn af 286 skattfrjálsum vinningum í happdrættinu. 

„Þetta er í fyrsta sinn sem við eignumst nýjan bíl og maður á ekki orð yfir það hvað maður er heppinn. Það rignir hreinlega yfir mann hamingjuóskum,“ segir Sonja um vinninginn og bætir við að hún hafi átt erfitt með að trúa því að hún hafi unnið þegar hringt var í hana: „Við leigðum einmitt svona bíl þegar við vorum á ferðalagi í útlöndum síðasta sumar og höfðum oft á orði í ferðinni hvað við værum hrifin af honum.“

Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, sem sér um happdrættið, segir að greiðendur miða á Suðurlandi hafi verið mjög heppnir í útdrættinum, en þeir voru um fjórðungur vinningshafa.

Tekjum af happdrætti Krabbameinsfélagsins hefur fyrst og fremst verið varið til fræðslu um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfu fræðslurita og stuðnings við krabbameinssjúklinga. Stuðningur við happdrættið hefur gert félaginu kleift að halda uppi öflugu fræðslustarfi í þágu þjóðarinnar. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með framkvæmd og rekstri happ­drættis Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið vill þakka landsmönnum fyrir góðan stuðning í jólahappdrættinu, óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með vinningana og starfsfólki bílaumboðins Brimborgar fyrir sérlega gott samstarf.

Við afhendingu vinningsins. Á myndinni eru frá hægri, Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, Benný Ósk Harðardóttir sölustjóri hjá Brimborg, vinningshafinn Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir og eiginmaður hennar Matthías Bjarnason. 

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?