Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 24. feb. 2017

Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um tóbaksvarnir frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur

Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur alla tíð barist fyrir takmörkunum á tóbaksneyslu til að koma í veg fyrir margvíslegt heilsutjón af völdum hennar.

Tóbak (reyktóbak, reyklaust tóbak, rafrettur) er mjög ávanabindandi og rannsóknir benda til þess að fikt með tóbak þróist oft út í daglega notkun þess, ekki síst meðal unga fólksins. Krabbameinsfélag Reykjavíkur fagnar frumvarpinu en finnst mjög miður ef það tekur ekki á öllum rafrettureykingum, þ.e. líka rafrettum sem innihalda ekki nikótín. Þó nikótínið sé það sem er ávanabindandi getur verið stutt lína frá því að nota rafrettur án nikótíns yfir í það að nota rafrettur með nikótíni og svo þaðan í sígarettureykingar. Til að verja börn og ungmenni er þetta mjög mikilvægt. Sala á rafrettum án nikótíns á að falla undir sömu reglur um sölu, markaðssetningu og takmarkanir og gilda um tóbak og að sama skapi undir allt það eftirlit sem lagt er til í frumvarpinu. Einnig leggjum við til að bannað verði að flytja inn vökva (með eða án nikótíns) með bragðefnum. Mikilvægt er að allt sé gert sem unnt er til að koma í veg fyrir „tóbaksfrumraun” með því að gera vöruna óaðlaðandi og erfitt að nálgast hana.  

Krabbameinsfélag Reykjavíkur hvetur því eindregið til þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu þannig að það taki líka á rafrettum án nikótíns. Jafnframt hvetur félagið ráðherra til enn frekari aðgerða í þágu tóbaksvarna á Íslandi þannig að við getum tekið næstu skref á því sviði. 

Meðfylgjandi eru tvær ályktanir sem varða rafrettur.

Virðingarfyllst,
Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Ályktun um tóbaksvarnir samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands 10. maí 2014. Flutt af stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur

 Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands, haldinn 10. maí 2014, hvetur stjórnvöld til að breyta tóbaksvarnalögum og reglugerðum þegar í stað þannig að notkun, sala og markaðssetning á raf-sígarettum (e-sígarettum) falli á sama hátt undir lögin og annar tóbaksvarningur.

Ályktun samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, 14. mars 2016

Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur, haldinn 14. mars 2016, skorar á yfirvöld að setja sem allra fyrst í lög og reglugerðir ákvæði um sölu og notkun rafretta. Rafrettur geta verið hjálpartæki fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að hætta að reykja, en sala á þeim og notkun þarf að falla undir tóbaksvarnalög, þar sem m.a. verði kveðið á um hvar megi nota þær og setja þarf aldursmörk varðandi kaup. Innihalds- og aðvörunarmerkingar þurfa að vera skýrar og bannað að setja í þær bragðefni sem ýta undir neyslu.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?