Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 24. feb. 2017

Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um tóbaksvarnir frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur

Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur alla tíð barist fyrir takmörkunum á tóbaksneyslu til að koma í veg fyrir margvíslegt heilsutjón af völdum hennar.

Tóbak (reyktóbak, reyklaust tóbak, rafrettur) er mjög ávanabindandi og rannsóknir benda til þess að fikt með tóbak þróist oft út í daglega notkun þess, ekki síst meðal unga fólksins. Krabbameinsfélag Reykjavíkur fagnar frumvarpinu en finnst mjög miður ef það tekur ekki á öllum rafrettureykingum, þ.e. líka rafrettum sem innihalda ekki nikótín. Þó nikótínið sé það sem er ávanabindandi getur verið stutt lína frá því að nota rafrettur án nikótíns yfir í það að nota rafrettur með nikótíni og svo þaðan í sígarettureykingar. Til að verja börn og ungmenni er þetta mjög mikilvægt. Sala á rafrettum án nikótíns á að falla undir sömu reglur um sölu, markaðssetningu og takmarkanir og gilda um tóbak og að sama skapi undir allt það eftirlit sem lagt er til í frumvarpinu. Einnig leggjum við til að bannað verði að flytja inn vökva (með eða án nikótíns) með bragðefnum. Mikilvægt er að allt sé gert sem unnt er til að koma í veg fyrir „tóbaksfrumraun” með því að gera vöruna óaðlaðandi og erfitt að nálgast hana.  

Krabbameinsfélag Reykjavíkur hvetur því eindregið til þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu þannig að það taki líka á rafrettum án nikótíns. Jafnframt hvetur félagið ráðherra til enn frekari aðgerða í þágu tóbaksvarna á Íslandi þannig að við getum tekið næstu skref á því sviði. 

Meðfylgjandi eru tvær ályktanir sem varða rafrettur.

Virðingarfyllst,
Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Ályktun um tóbaksvarnir samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands 10. maí 2014. Flutt af stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur

 Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands, haldinn 10. maí 2014, hvetur stjórnvöld til að breyta tóbaksvarnalögum og reglugerðum þegar í stað þannig að notkun, sala og markaðssetning á raf-sígarettum (e-sígarettum) falli á sama hátt undir lögin og annar tóbaksvarningur.

Ályktun samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, 14. mars 2016

Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur, haldinn 14. mars 2016, skorar á yfirvöld að setja sem allra fyrst í lög og reglugerðir ákvæði um sölu og notkun rafretta. Rafrettur geta verið hjálpartæki fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að hætta að reykja, en sala á þeim og notkun þarf að falla undir tóbaksvarnalög, þar sem m.a. verði kveðið á um hvar megi nota þær og setja þarf aldursmörk varðandi kaup. Innihalds- og aðvörunarmerkingar þurfa að vera skýrar og bannað að setja í þær bragðefni sem ýta undir neyslu.


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?