Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 24. feb. 2017

Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um tóbaksvarnir frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur

Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur alla tíð barist fyrir takmörkunum á tóbaksneyslu til að koma í veg fyrir margvíslegt heilsutjón af völdum hennar.

Tóbak (reyktóbak, reyklaust tóbak, rafrettur) er mjög ávanabindandi og rannsóknir benda til þess að fikt með tóbak þróist oft út í daglega notkun þess, ekki síst meðal unga fólksins. Krabbameinsfélag Reykjavíkur fagnar frumvarpinu en finnst mjög miður ef það tekur ekki á öllum rafrettureykingum, þ.e. líka rafrettum sem innihalda ekki nikótín. Þó nikótínið sé það sem er ávanabindandi getur verið stutt lína frá því að nota rafrettur án nikótíns yfir í það að nota rafrettur með nikótíni og svo þaðan í sígarettureykingar. Til að verja börn og ungmenni er þetta mjög mikilvægt. Sala á rafrettum án nikótíns á að falla undir sömu reglur um sölu, markaðssetningu og takmarkanir og gilda um tóbak og að sama skapi undir allt það eftirlit sem lagt er til í frumvarpinu. Einnig leggjum við til að bannað verði að flytja inn vökva (með eða án nikótíns) með bragðefnum. Mikilvægt er að allt sé gert sem unnt er til að koma í veg fyrir „tóbaksfrumraun” með því að gera vöruna óaðlaðandi og erfitt að nálgast hana.  

Krabbameinsfélag Reykjavíkur hvetur því eindregið til þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu þannig að það taki líka á rafrettum án nikótíns. Jafnframt hvetur félagið ráðherra til enn frekari aðgerða í þágu tóbaksvarna á Íslandi þannig að við getum tekið næstu skref á því sviði. 

Meðfylgjandi eru tvær ályktanir sem varða rafrettur.

Virðingarfyllst,
Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Ályktun um tóbaksvarnir samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands 10. maí 2014. Flutt af stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur

 Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands, haldinn 10. maí 2014, hvetur stjórnvöld til að breyta tóbaksvarnalögum og reglugerðum þegar í stað þannig að notkun, sala og markaðssetning á raf-sígarettum (e-sígarettum) falli á sama hátt undir lögin og annar tóbaksvarningur.

Ályktun samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, 14. mars 2016

Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur, haldinn 14. mars 2016, skorar á yfirvöld að setja sem allra fyrst í lög og reglugerðir ákvæði um sölu og notkun rafretta. Rafrettur geta verið hjálpartæki fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að hætta að reykja, en sala á þeim og notkun þarf að falla undir tóbaksvarnalög, þar sem m.a. verði kveðið á um hvar megi nota þær og setja þarf aldursmörk varðandi kaup. Innihalds- og aðvörunarmerkingar þurfa að vera skýrar og bannað að setja í þær bragðefni sem ýta undir neyslu.


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?