Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 24. feb. 2017

Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um tóbaksvarnir frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur

Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur alla tíð barist fyrir takmörkunum á tóbaksneyslu til að koma í veg fyrir margvíslegt heilsutjón af völdum hennar.

Tóbak (reyktóbak, reyklaust tóbak, rafrettur) er mjög ávanabindandi og rannsóknir benda til þess að fikt með tóbak þróist oft út í daglega notkun þess, ekki síst meðal unga fólksins. Krabbameinsfélag Reykjavíkur fagnar frumvarpinu en finnst mjög miður ef það tekur ekki á öllum rafrettureykingum, þ.e. líka rafrettum sem innihalda ekki nikótín. Þó nikótínið sé það sem er ávanabindandi getur verið stutt lína frá því að nota rafrettur án nikótíns yfir í það að nota rafrettur með nikótíni og svo þaðan í sígarettureykingar. Til að verja börn og ungmenni er þetta mjög mikilvægt. Sala á rafrettum án nikótíns á að falla undir sömu reglur um sölu, markaðssetningu og takmarkanir og gilda um tóbak og að sama skapi undir allt það eftirlit sem lagt er til í frumvarpinu. Einnig leggjum við til að bannað verði að flytja inn vökva (með eða án nikótíns) með bragðefnum. Mikilvægt er að allt sé gert sem unnt er til að koma í veg fyrir „tóbaksfrumraun” með því að gera vöruna óaðlaðandi og erfitt að nálgast hana.  

Krabbameinsfélag Reykjavíkur hvetur því eindregið til þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu þannig að það taki líka á rafrettum án nikótíns. Jafnframt hvetur félagið ráðherra til enn frekari aðgerða í þágu tóbaksvarna á Íslandi þannig að við getum tekið næstu skref á því sviði. 

Meðfylgjandi eru tvær ályktanir sem varða rafrettur.

Virðingarfyllst,
Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Ályktun um tóbaksvarnir samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands 10. maí 2014. Flutt af stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur

 Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands, haldinn 10. maí 2014, hvetur stjórnvöld til að breyta tóbaksvarnalögum og reglugerðum þegar í stað þannig að notkun, sala og markaðssetning á raf-sígarettum (e-sígarettum) falli á sama hátt undir lögin og annar tóbaksvarningur.

Ályktun samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, 14. mars 2016

Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur, haldinn 14. mars 2016, skorar á yfirvöld að setja sem allra fyrst í lög og reglugerðir ákvæði um sölu og notkun rafretta. Rafrettur geta verið hjálpartæki fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að hætta að reykja, en sala á þeim og notkun þarf að falla undir tóbaksvarnalög, þar sem m.a. verði kveðið á um hvar megi nota þær og setja þarf aldursmörk varðandi kaup. Innihalds- og aðvörunarmerkingar þurfa að vera skýrar og bannað að setja í þær bragðefni sem ýta undir neyslu.


Fleiri nýjar fréttir

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Egils Þórs Jónssonar

Egill Þór telur að hann væri ekki á lífi ef hann hefði þagað í gegnum sína meðferð og hvetur alla til að sækja sér alla þá hjálp sem í boði er, nýta sér stuðningsfélögin sem eru að styðja við þá sem greinast. Jafningjastuðningur hafi verið honum afar mikilvægur, að finna fyrir sterkri tengingu við einhvern sem búinn var að ganga í gegnum það sama og hann var að ganga í gegnum í fyrsta sinn, hafi verið ómetanlegt.

Lesa meira

22. mar. 2024 : Gleðilegan Mottudag

Mottumars nær hámarki í dag, föstudaginn 22. mars, þegar Mottudagurinn er haldinn hátíðlegur. Krabbameinsfélagið hvetur alla landsmenn, konur og karla, til að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni, vinum og vinnufélögum og vekja þannig athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?