Kristján Sturluson, framkvæmdarstjóri KÍ 2. mar. 2017

Umsögn Krabbameinsfélags Íslands vegna frumvarps um breytingu á lögum um tóbaksvarnir

Krabbameinsfélag Íslands sendi eftirfarandi umsögn til Velferðarráðuneytisins vegna frumvarps um breytingu á lögum um tóbaksvarnir.

Krabbameinsfélag Íslands styður eindregið allar þær breytingar sem fram koma í drögum að frumvarpi til laga um breytingar á lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir.

Krabbameinsfélagið tekur undir mikilvægi þess að sérstaklega sé unnið gegn tóbaksnotkun og neyslu nikótíns í rafsígarettum meðal ungs fólks. Það hefur verið sýnt fram á að þeir unglingar sem nota rafsígarettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar. Því er bann gegn auglýsingum og að sýna rafsígarettur mjög mikilvægt því rannsóknir sýna að ef unglingar sjá slíkar auglýsingar eru þeir líkegri til að byrja að prófa. Benda má á að tóbaksfyrirtæki hafa fjárfest í rafsígarettuiðnaðinum og fjármagn sem varið er í rafsígarettuauglýsingar hefur hátt í tuttugufaldast á þremur árum.

Rafsígarettur þurfa að falla undir tóbaksvarnarlög til að vernda börn og þá sem hafa ekki áhuga á að anda að sér nikótíni og öðrum óæskilegum efnum í reyknum frá rafsígarettum. Einnig er mikilvægt að tryggja að börn og unglingar hafi ekki aðgang að rafsígarettum. Yngsta kynslóðin er auðveld bráð nikótínfíknarinnar. Það veldur áhyggjum að rafsígarettur hafa skotið rótum í skólum þar sem tóbaksnotkun var áður hverfandi en um fjórðungur barna í 10. bekk hefur notað rafsígarettur.

Því hefur verið haldið fram að rafsígarettur valdi niðursveiflu í reykingum. Engin merki eru um að rafsígarettur tengist lækkun á tíðni daglegra reykinga. 38 rannsóknir hafa sýnt að reykingamenn sem notuðu rafsígarettur voru 28% ólíklegri til að hætta að reykja, óháð því hvort þeir hefðu áhuga á því eða ekki. Meira en 90% þeirra sem reyna að hætta að reykja með rafsígarettum tekst það ekki. Samkvæmt bandarískri rannsókn höfðu tveir þriðju hlutar þeirra sem sögðust nota rafsígarettur einnig reykt tóbak.

Sjö krabbameinsvaldandi efni, ásamt öðrum skaðlegum efnum, hafa fundist í rafsígarettum og nikótínmagnið í þeim er oft meira en gefið er upp. Mikilvægt að krafa sé gerð um gæðavottorð á innihaldi rafrettuvökva til að vernda neytendur svo hægt sé að vita hverjir selja hann og hvað sé í efni vökvanna. Þannig þarf sala á nikótínvökvum að vera undir ströngu eftirliti. Rafsígarettur innihalda nikótín sem unnið er úr sömu laufum og tóbak.

Krabbameinsfélag Íslands telur mjög mikilvægt að lög um tóbaksvarnir taki einnig til rafsígarettna og að sömu ákvæði gildi um þær og tóbaksnotkun.

Virðingarfyllst,
Kristján Sturluson,
Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?