Kristján Sturluson, framkvæmdarstjóri KÍ 2. mar. 2017

Umsögn Krabbameinsfélags Íslands vegna frumvarps um breytingu á lögum um tóbaksvarnir

Krabbameinsfélag Íslands sendi eftirfarandi umsögn til Velferðarráðuneytisins vegna frumvarps um breytingu á lögum um tóbaksvarnir.

Krabbameinsfélag Íslands styður eindregið allar þær breytingar sem fram koma í drögum að frumvarpi til laga um breytingar á lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir.

Krabbameinsfélagið tekur undir mikilvægi þess að sérstaklega sé unnið gegn tóbaksnotkun og neyslu nikótíns í rafsígarettum meðal ungs fólks. Það hefur verið sýnt fram á að þeir unglingar sem nota rafsígarettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar. Því er bann gegn auglýsingum og að sýna rafsígarettur mjög mikilvægt því rannsóknir sýna að ef unglingar sjá slíkar auglýsingar eru þeir líkegri til að byrja að prófa. Benda má á að tóbaksfyrirtæki hafa fjárfest í rafsígarettuiðnaðinum og fjármagn sem varið er í rafsígarettuauglýsingar hefur hátt í tuttugufaldast á þremur árum.

Rafsígarettur þurfa að falla undir tóbaksvarnarlög til að vernda börn og þá sem hafa ekki áhuga á að anda að sér nikótíni og öðrum óæskilegum efnum í reyknum frá rafsígarettum. Einnig er mikilvægt að tryggja að börn og unglingar hafi ekki aðgang að rafsígarettum. Yngsta kynslóðin er auðveld bráð nikótínfíknarinnar. Það veldur áhyggjum að rafsígarettur hafa skotið rótum í skólum þar sem tóbaksnotkun var áður hverfandi en um fjórðungur barna í 10. bekk hefur notað rafsígarettur.

Því hefur verið haldið fram að rafsígarettur valdi niðursveiflu í reykingum. Engin merki eru um að rafsígarettur tengist lækkun á tíðni daglegra reykinga. 38 rannsóknir hafa sýnt að reykingamenn sem notuðu rafsígarettur voru 28% ólíklegri til að hætta að reykja, óháð því hvort þeir hefðu áhuga á því eða ekki. Meira en 90% þeirra sem reyna að hætta að reykja með rafsígarettum tekst það ekki. Samkvæmt bandarískri rannsókn höfðu tveir þriðju hlutar þeirra sem sögðust nota rafsígarettur einnig reykt tóbak.

Sjö krabbameinsvaldandi efni, ásamt öðrum skaðlegum efnum, hafa fundist í rafsígarettum og nikótínmagnið í þeim er oft meira en gefið er upp. Mikilvægt að krafa sé gerð um gæðavottorð á innihaldi rafrettuvökva til að vernda neytendur svo hægt sé að vita hverjir selja hann og hvað sé í efni vökvanna. Þannig þarf sala á nikótínvökvum að vera undir ströngu eftirliti. Rafsígarettur innihalda nikótín sem unnið er úr sömu laufum og tóbak.

Krabbameinsfélag Íslands telur mjög mikilvægt að lög um tóbaksvarnir taki einnig til rafsígarettna og að sömu ákvæði gildi um þær og tóbaksnotkun.

Virðingarfyllst,
Kristján Sturluson,
Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands


Fleiri nýjar fréttir

2. okt. 2023 : Takk fyrir samveruna og stuðninginn

Það er óhætt að segja að gleði, samhugur og samstaða hafi ráðið ríkjum á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem haldinn var í Þjóðleikhúsinu þann 28. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Verum bleik - fyrir okkur öll

Í dag, föstudaginn 29. september, hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að mikilvægi samstöðunnar og bleika litarins sem tákns um hana.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?