Ása Sigríður Þórisdóttir 5. jan. 2022

Tölfræði um krabbamein uppfærð til ársins 2020

Á heimasíðu Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands (RSKÍ) má finna ýmsa tölfræði um krabbamein, undir Rannsóknir og skráning. Nýgengi, dánartíðni og lifun eru birt sem meðaltal 5 ára til að jafna út tilviljunarsveiflum sem eru algengar í hinu fámenna íslenska þýði. Þessi tölfræði er uppfærð árlega. Nýgengi og dánartíðni eru aldursstöðluð með norrænum aldursstaðli.

Nýgengi, dánartíðni og lifun eru birt sem meðaltal 5 ára til að jafna út tilviljunarsveiflum sem eru algengar í hinu fámenna íslenska þýði. Þessi tölfræði er uppfærð árlega. Áfram eru krabbamein í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli- og endaþarmi og lungum þau krabbamein sem greinast oftast og flestir deyja úr.

RSKI

Tíðnitölur (nýgengi og dánartíðni) nú aldursstaðlaðar með Norræna aldursstaðlinum.

Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar efri ára. Þar sem aldurssamsetning þjóða breytist með tímanum og er ólík milli þjóða, er nauðsynlegt að aldursstaðla sjúkdómatíðnina til að hægt sé að bera hana saman milli ólíkra tímabila og við önnur lönd.

Aldursstöðluð tíðni er mælikvarði á þá tíðni sem hefði sést ef þýðið hefði tiltekna staðlaða aldurssamsetningu. Algengt hefur verið að miða við svokallað alheimsþýði (W - World standard population) en í þeim staðli er hlutfall yngra fólks mun hærra en á Norðurlöndunum. Síðustu ár hafa Norðurlöndin í auknum mæli notað norræna aldursstaðalinn (N - Nordic 2000 population ) en aldursdreifing hans miðast við mannfjölda á Norðurlöndunum árið 2000 og verður þá aldursstöðluð tíðni líkari hrárri tíðni fyrir þau lönd.

Athugið að aldursstaðlaðar niðurstöður eru ekki raunverulegar niðurstöður (eins og fjöldatölur) heldur afleiddar og verður að túlka sem slíkar til samanburðar.

Á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands hafa fram til þessa verið birtar aldursstaðlaðar tíðnitölur miðað við alheimsstaðall (W) en nú eru þær í fyrsta sinn miðaðar við norrænan aldursstaðal (N). Á NORDCAN heimasíðu er hægt að nota bæði W og N aldursstaðla.


Fleiri nýjar fréttir

Halla Þorvaldsdóttir

15. jan. 2022 : Dýrkeypt heimsóknabann

Þær aðstæður sem skapast af heimsóknarbanni gera fólki ókleift að vera saman í erfiðum aðstæðum og eru í raun óboðlegar og ómannúðlegar. Það getur haft víðtæk áhrif til lengri tíma litið bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Leita verður allra leiða til lausna meðan staðan er þessi og þar ríður á að fólk standi saman, sjúklingar, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk, gefist ekki upp gagnvart verkefninu heldur takist á við aðstæðurnar með þrautseigju en ekki síður útsjónarsemi að leiðarljósi. 

Lesa meira

14. jan. 2022 : Bláa Lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins um 3 milljónir

„Það er okkur sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er, hér eftir sem hingað til, afar mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn að halda utan um þær,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

Lesa meira

10. jan. 2022 : Doktorsvörn - Keratinocyte krabbamein á Íslandi: Faraldsfræði og lyfjanotkun

Þann 20. desember sl. varði Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Verkefnið byggði á gögnum Krabbameinsskrár. Unnið í samstarfi við Rannsókna- og Skráningarsetur Krabbameins­félagsins og var forstöðumaður setursins annar tveggja leiðbeinenda.

Lesa meira

5. jan. 2022 : Fundur með heilbrigðisráðherra um nýja dagdeild

Í morgun átti Krabbameinsfélagið góðan fund með nýjum heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórssyni og starfsmönnum ráðuneytisins. Á fundinum var farið stuttlega yfir starfsemi félagsins en meginefni fundarins var alvarlega staða á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala en aðstaða deildarinnar er óboðleg, fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?