Guðmundur Pálsson 31. maí 2019

Tóbakslausi dagurinn er í dag

Í dag er tóbakslausi dagurinn þar sem áhersla er lögð á tengsl tóbaks og lungnasjúkdóma.

 Við minnum á myndina okkar „Manni sjálfum að kenna” – um reykingar og lungnasjúkdóma og hvetjum alla, sérstaklega þá sem nota tóbak, til að horfa. 

Gleðilegan tóbakslausan dag!

Lungnakrabbamein og langvinn lungnateppa eru alvarlegir sjúkdómar þar sem reykingar eru helsta orsök, eða í níu af hverjum tíu tilfellum. Þessir reykingatengdu sjúkdómar skerða lífsgæði og munu hjá flestum leiða til dauða. Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi og það krabbamein sem dregur flesta til dauða. Á hverju ári látast að meðaltali 130 einstaklingar af völdum sjúkdómsins og 175 nýir sjúklingar greinast.

Langvinn lungnateppa er alvarlegur ólæknandi sjúkdómur. Talið er að um 15.000 Íslendingar séu með þennan sjúkdóm og flestir án þess að vita það. Þeir sem greinast með sjúkdóminn þurfa að lifa með hann það sem eftir er ævinnar. Byrði hans er mikil en þeir sem reykja geta hægt verulega á þróun hans með því að hætta að reykja. Fólki með langvinna lungnateppu fer fjölgandi og má búast við auknu álagi á heilbrigðiskerfið þegar stórir árgangar fólks sem reykt komast á þann aldur að sjúkdómurinn leiði til sjúkrahúsinnlagna. 


Fleiri nýjar fréttir

20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Lesa meira

16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Lesa meira
Frumurannsókn KÍ

13. des. 2019 : Rannsóknargjald nú innheimt sérstaklega

Breyting hefur orðið á greiðslufyrirkomulagi vegna rannsókna á leghálssýnum sem kvensjúkdómalæknar taka og senda til skoðunar.

Lesa meira

13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Lesa meira

13. des. 2019 : Hamingjan á erfiðum tímum

Anna Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur og atvinnutengill hjá Virk og stofnandi Hamingjuhornsins, sagði okkur eitt og annað um hamingjuna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?