Guðmundur Pálsson 31. maí 2019

Tóbakslausi dagurinn er í dag

Í dag er tóbakslausi dagurinn þar sem áhersla er lögð á tengsl tóbaks og lungnasjúkdóma.

 Við minnum á myndina okkar „Manni sjálfum að kenna” – um reykingar og lungnasjúkdóma og hvetjum alla, sérstaklega þá sem nota tóbak, til að horfa. 

Gleðilegan tóbakslausan dag!

Lungnakrabbamein og langvinn lungnateppa eru alvarlegir sjúkdómar þar sem reykingar eru helsta orsök, eða í níu af hverjum tíu tilfellum. Þessir reykingatengdu sjúkdómar skerða lífsgæði og munu hjá flestum leiða til dauða. Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi og það krabbamein sem dregur flesta til dauða. Á hverju ári látast að meðaltali 130 einstaklingar af völdum sjúkdómsins og 175 nýir sjúklingar greinast.

Langvinn lungnateppa er alvarlegur ólæknandi sjúkdómur. Talið er að um 15.000 Íslendingar séu með þennan sjúkdóm og flestir án þess að vita það. Þeir sem greinast með sjúkdóminn þurfa að lifa með hann það sem eftir er ævinnar. Byrði hans er mikil en þeir sem reykja geta hægt verulega á þróun hans með því að hætta að reykja. Fólki með langvinna lungnateppu fer fjölgandi og má búast við auknu álagi á heilbrigðiskerfið þegar stórir árgangar fólks sem reykt komast á þann aldur að sjúkdómurinn leiði til sjúkrahúsinnlagna. 


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?