Guðmundur Pálsson 31. maí 2019

Tóbakslausi dagurinn er í dag

Í dag er tóbakslausi dagurinn þar sem áhersla er lögð á tengsl tóbaks og lungnasjúkdóma.

 Við minnum á myndina okkar „Manni sjálfum að kenna” – um reykingar og lungnasjúkdóma og hvetjum alla, sérstaklega þá sem nota tóbak, til að horfa. 

Gleðilegan tóbakslausan dag!

Lungnakrabbamein og langvinn lungnateppa eru alvarlegir sjúkdómar þar sem reykingar eru helsta orsök, eða í níu af hverjum tíu tilfellum. Þessir reykingatengdu sjúkdómar skerða lífsgæði og munu hjá flestum leiða til dauða. Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi og það krabbamein sem dregur flesta til dauða. Á hverju ári látast að meðaltali 130 einstaklingar af völdum sjúkdómsins og 175 nýir sjúklingar greinast.

Langvinn lungnateppa er alvarlegur ólæknandi sjúkdómur. Talið er að um 15.000 Íslendingar séu með þennan sjúkdóm og flestir án þess að vita það. Þeir sem greinast með sjúkdóminn þurfa að lifa með hann það sem eftir er ævinnar. Byrði hans er mikil en þeir sem reykja geta hægt verulega á þróun hans með því að hætta að reykja. Fólki með langvinna lungnateppu fer fjölgandi og má búast við auknu álagi á heilbrigðiskerfið þegar stórir árgangar fólks sem reykt komast á þann aldur að sjúkdómurinn leiði til sjúkrahúsinnlagna. 


Fleiri nýjar fréttir

20. jún. 2019 : Reykjavíkurmaraþon: „Ég hleyp af því ég get það”

Ætlar þú ekki örugglega að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu 2019? Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Lesa meira

19. jún. 2019 : Aukið aðgengi jafngildir aukinni áfengisneyslu

Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. 

Lesa meira

18. jún. 2019 : Aukaverkanir hjá einstaklingum sem fengu krabbamein á barnsaldri

Meðferð einstaklinga sem fá krabbamein á barnsaldri hefur tekið stórstígum framförum síðustu áratugi og eru horfurnar almennt mjög góðar. 

Lesa meira

17. jún. 2019 : Krabbameinsfélagið þakkar frábærar undirtektir í árlegu sumarhappdrætti félagsins

Vinningaskrá er aðgengileg hér á vef Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

14. jún. 2019 : Sumaropnun Ráðgjafar­þjónustunnar og spennandi námskeið í haust

Þjónusta Ráðgjafarþjónustunnar verður að mestu með hefðbundnu sniði í sumar. Hlé verður gert á námskeiðahaldi yfir hásumarið en það hefst svo á ný af miklum krafti í lok ágúst og eru upplýsingar um þau að finna hér að neðan.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?