Guðmundur Pálsson 31. maí 2019

Tóbakslausi dagurinn er í dag

Í dag er tóbakslausi dagurinn þar sem áhersla er lögð á tengsl tóbaks og lungnasjúkdóma.

 Við minnum á myndina okkar „Manni sjálfum að kenna” – um reykingar og lungnasjúkdóma og hvetjum alla, sérstaklega þá sem nota tóbak, til að horfa. 

Gleðilegan tóbakslausan dag!

Lungnakrabbamein og langvinn lungnateppa eru alvarlegir sjúkdómar þar sem reykingar eru helsta orsök, eða í níu af hverjum tíu tilfellum. Þessir reykingatengdu sjúkdómar skerða lífsgæði og munu hjá flestum leiða til dauða. Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi og það krabbamein sem dregur flesta til dauða. Á hverju ári látast að meðaltali 130 einstaklingar af völdum sjúkdómsins og 175 nýir sjúklingar greinast.

Langvinn lungnateppa er alvarlegur ólæknandi sjúkdómur. Talið er að um 15.000 Íslendingar séu með þennan sjúkdóm og flestir án þess að vita það. Þeir sem greinast með sjúkdóminn þurfa að lifa með hann það sem eftir er ævinnar. Byrði hans er mikil en þeir sem reykja geta hægt verulega á þróun hans með því að hætta að reykja. Fólki með langvinna lungnateppu fer fjölgandi og má búast við auknu álagi á heilbrigðiskerfið þegar stórir árgangar fólks sem reykt komast á þann aldur að sjúkdómurinn leiði til sjúkrahúsinnlagna. 


Fleiri nýjar fréttir

23. okt. 2020 : Málþing: Brjósta­krabba­mein - fordæma­lausir tímar

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein verður þriðjudaginn 27. október 2020 kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

23. okt. 2020 : Staða félaga­samtaka í heims­faraldri

Rafrænt málþing Almannaheilla og Vaxandi fimmtudaginn 29. október.

Lesa meira

21. okt. 2020 : Heilsu­sögu­bankinn: Ný rannsókn á áhættu­þáttum brjósta­krabba­meins

Áhrif áhættuþátta og skimunar á tíðni brjóstakrabbameins.

Lesa meira

16. okt. 2020 : Málum bæinn bleikan og stillum á Bleikt100

Í tilefni Bleika dagsins ætlar útvarpsstöðin K100 að skipta um nafn í einn dag og verða Bleikt100.

Lesa meira

16. okt. 2020 : Bleiki dagurinn er í dag!

Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?