Ása Sigríður Þórisdóttir 9. mar. 2020

Ráðgjafarþjónustan frestar tímabundið viðburðum, námskeiðum og fræðslufundum

  • Krabbameinsfélagið

Um leið og við höldum ró okkar vegna COVID-19 veirunnar erum við jafnframt vakandi yfir framþróun hennar. Staðan er metin daglega til að tryggja öryggi þeirra sem sækja til okkar stuðning, viðburði og fræðslu, þar sem hluti af þeim hóp hefur skert ónæmiskerfi vegna veikinda eða krabbameinsmeðferðar

Við höfum því ákveðið að fresta tímabundið föstum viðburðum, námskeiðum og fræðslufundum Ráðgjafaþjónsutunnar sem áttu að vera í þessari viku (9. til 13. mars).

  • Við viljum vekja athygli á margvíslegu fræðsluefni, áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestum, hlaðvörpum, streymi og vefvörpum sem hægt er að nálgast hér.

Við viljum hins vegar hvetja fólk til að hafa samband við starfsmenn Ráðgjafarþjónustunnar ef það hefur einhverjar spurningar. Ef þú átt bókað viðtal hjá ráðgjafa og ert að upplifa flensulík einkenni eða hefur ferðast um skilgreind áhættusvæði að undanförnu þá mælum við með því að hafa samband í síma 800 4040 og bóka nýjan tíma.

 

 

 

 


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?