Björn Teitsson 8. jan. 2021

Því minna áfengi, því betra

  • Áfengi

Metsala var á áfengi í Vínbúðum árið 2020. Jafnvel þótt skýringuna megi finna í færri ferðum á veitingastaði eða Fríhöfnina, er rétt að staldra við og minna á að áfengisneysla er áhættuþáttur þegar kemur að krabbameinum. 

Viðbrögð Krabbameinsfélagsins við fréttum af sölu áfengis í Vínbúðum

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu reyndist áfengissala árið 2020 í Vínbúðunum sú mesta nokkru sinni. Aukningin er nær alfarið rakin til víðtækra áhrifa covid19 þar sem mun minni sala hafi farið fram í Fríhöfn og einnig á veitiningastöðum og börum. Hvort sem þetta þýði í raun meira eða minna áfengismagn en Íslendingar innbyrða að jafnaði á ársgrundvelli er upplagt að minna á að áfengi er engin venjuleg neysluvara.

Áfengi er staðfestur krabbameinsvaldur

Áfengi er meðal annars staðfestur krabbameinsvaldur í mönnum samkvæmt flokkun Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnunarinnar (IARC) og tengist áfengisneysla auknum líkum á krabbameinum í munnholi, koki, barkakýli, vélinda, lifur, brjóstum, ristli og endaþarmi. Að auki eru vel þekkt fjölmörg önnur neikvæð áhrif áfengisneyslu, t.d. á starfsemi heila, lifrar, hjarta – og æðakerfis, á andlega heilsu, auknar líkur á slysum, ofbeldi og sjálfsvígum og er þá langt í frá allt upp talið.

Verum meðvituð um áhættuna

Áfengisneysla er samofin íslensku samfélagi og menningu á ýmsan hátt og þykir sjálfsögð við fjölmörg tækifæri. Á ýmsum vettvangi, meðal annars samfélagsmiðlum, er áfengisdrykkju hampað og hún sýnd í jákvæðu ljósi, mikið í tengslum við hin ýmsu tækifæri þegar fólk kemur saman en einnig sem leið til að slaka á.

Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um neikvæð áhrif áfengisdrykkju þó að mörgum þyki það óskemmtileg umræða.

Því minna, því betra

Hafa ber í huga að almennt eru neikvæð áhrif áfengis háð því magni sem drukkið er. Þannig aukast líkur á krabbameinum jafnt og þétt eftir því sem áfengisneyslan er meiri. Það þýðir að þó best sé að sleppa áfengisneyslu alfarið er samt alltaf líka heilsufarslegur hagur af því að draga úr henni.

Líklega drekka margir áfengi nær hugsunarlaust við ýmis tækifæri. Óhætt er hins vegar að mæla með því að fólk reyni að vera meðvitað um hve oft og hve mikið er drukkið því margir gætu dregið úr áfengisneyslu með því að hafa yfirsýn og með því að nýta sér skipulega aðferðir með það í huga. Svo nokkur dæmi séu nefnd er hægt að ákveða fyrirfram við hvaða tækifæri sé drukkið og hvenær ekki, ákveða líka fyrirfram magnið, blanda veikari drykki, nota minni vínglös og láta ekki undan þrýstingi annarra.

Því minna, því betra – þinni heilsu í hag. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?