Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. okt. 2019

Þungar áhyggjur af bið eftir brjóstaskoðunum

Á málþinginu „Þú ert ekki ein“ sem haldið var þann 15. október síðastliðinn í tilefni af Bleika mánuðinum, var skorað á framkvæmdastjórn Landspítala og heilbrigðisráðherra að stytta biðtíma eftir sérskoðunum eftir að grunur vaknar um brjóstakrabbamein. 

Í áskoruninni segir: „Þungum áhyggjum er lýst af því hvernig biðtími hefur lengst eftir frekari skoðunum í kjölfar skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Jafnframt er lýst áhyggjum af löngum biðtíma sem getur verið eftir viðtali hjá skurðlæknum.“

Í áskoruninni kemur fram að í evrópskum gæðaviðmiðum EUREF (European Reference Organisation for Quality Assured Breast Cancer Screening) segi að vakni grunur um krabbamein í reglubundinni skimun, skuli tími í frekari skoðun liggja fyrir innan 5 virkra daga. Á þessu ári hefur biðtíminn hjá Landspítalanum verið að meðaltali 35 almanaksdagar.

“Skorað er á framkvæmdastjórn Landspítala og yfirvöld að setja þessi mál í forgang þegar í stað þannig að biðtími verði ekki lengri en viðmið EUREF segja til um. Þetta er óásættanleg staða,” segir ennfremur í áskoruninni.

„Það er algjörlega óviðunandi staða fyrir konur að svo langur tími líði frá því að þær mæta í skimun þar til þær eru kallaðar inn í frekari skoðun. Enda er það raunin að oft kemur innköllunin þeim algerlega í opna skjöldu. Á þessu þarf nauðsynlega að finna varanlega lausn“ segir Brynja Björk Gunnarsdóttir, formaður Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna.

Þú ert ekki ein - Málþing

Málþingið var haldið í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð og skipulagt af Brjóstaheillum – Samhjálp kvenna, Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Það var afar vel sótt og áskorunin var samþykkt einróma af fundarmönnum. Málþinginu var streymt á streymisveitu Krabbameinsfélagsins.

„Það er hins vegar gleðiefni að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er langt innan þeirra tímamarka sem EUREF setur varðandi niðurstöður úr reglubundinni skimun. Niðurstaða úr skimunum hefur á þessu ári að meðaltali legið fyrir innan 4,7 daga en í viðmiðum EUREF segir að þær skuli liggja fyrir innan 10 til 15 daga. Sömuleiðis er það afar ánægjulegt að sterkar vísbendingar eru um að þátttaka kvenna í skimunum sé að aukast verulega. Sú aukna þátttaka eflir okkur hjá Krabbameinsfélaginu í að halda áfram á þeirri braut sem við erum og gera enn betur,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?